Innlent

Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. MYND/Valgarður Gíslason

Actavis tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er sagt leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu hvað varðar sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 12,8 milljarðar íslenskra króna og greitt með reiðufé.

Í tilkynningu segir að með kaupunum opnist Actavis leið inn á ört vaxandi markað fyrir samheita-krabbameinslyf, sem er svið sem Actavis hefur ekki verið starfandi á til þessa. Búist er við að tekjur Sindan verði jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna í ár og jafnvirði 8,7 milljarða á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×