Innlent

Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi

Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði. Þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum og þungfært á Möðrudalsöræfum en mokstur stendur yfir. Víða er þæfingsfærð á Austurlandi og snjóþekja með ströndinni en mokstur stendur yfir. Ófært er um Öxi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×