Innlent

Sýslumaður og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði deila um vínveitingaleyfi

Deilur bæjaryfirvalda á Seyðisfirði og sýslumanns um vínveitingar á Kaffi Láru eru farnar að snúast um heiður bæjaryfirvalda. Á síðasta fundi bæjarráðs, var samþykkt  að óska eftir fundi með starfandi sýslumanni vegna þeirra ummæla hans að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald.

Þessi ummæli féllu eftir að sýslumaður fól lögreglunni á staðnum að fjarlægja allt áfengi úr Kaffi Láru og vista það í fangaklefa, þótt veitingamaðurinn framvísaði bráðabirgða vínveitingaleyfi frá bæjaryfirvöldum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×