Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu til frumvarps iðnaðarráðherra

Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að taka afstöðu til frumvarps Iðnaðarráðherra um sameiningu Byggðastofnunar og fleiri stofnana sem tengjast nýsköpun og atvinnuþróun. Það hafi verið mjög vafasamt af Valgerði Sverrisdóttur og vanhugsað að kynna málið á sérstökum blaðamannafundi áður en afstaða stjórnarflokkanna lá fyrir.

Einar Oddur Kristjánsson hefur setið í nefnd sem endurskoða átti hlutverk Byggðastofnunar en hún er enn að störfum. Hann segir málið fyrst hafa verið kynnt á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í gær. Á sama tíma hafi Iðnaðarráðherra kynnt breytingarnar á fundi með fréttamönnum.

Hann segir einstaka byggðarlög og heilu landshlutirna sem standi mjög veikt og það sé full þörf fyrir Byggðastofnun. Það sé full þörf fyrir stofnunina að hans mati. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hafi ekki talað út um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×