Innlent

Brynja Guðmundsdóttir ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca

Brynja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca. Brynja, sem er 39 ára, brautskráðist af endurskoðunarsviði Viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1991 og hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum fyrirtækja. Hjá Alfesca mun Brynja stýra samstæðuuppgjöri félagsins, upplýsingagjöf, áætlanagerð, tölulegum greiningum o.fl. fjármálatengdum verkefnum.  Brynja mun starfa í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Íslandi.

Einnig hefur Alfesca hf. ráðið Nadine Deswasière sem framkvæmdastjóra stefnumótunar og þróunar og Antony Hovanessian sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Ráðning þeirra tekur gildi 3. apríl næstkomandi.

Þessum ráðningum er ætlað að styðja vöxt og þróun samstæðunnar. Bæði Nadine og Antony munu taka sæti í framkvæmdastjórn Alfesa en þau munu hafa aðsetur á nýrri skrifstofu félagsins sem ráðgert er að opna í London í júní. Samfara ráðningunni mun Nadine segja sig úr stjórn Alfesca frá og með 31. mars. Guðmundur Ásgeirsson, varamaður í stjórn, tekur þá sæti hennar.

Jakob Sigurðsson, forstjóri Alfesca, segist afar ánægður með að fá til liðs við félagið jafn reynda og hæfa einstaklinga og Nadine og Antony eru. “Bæði búa yfir víðtækri starfsreynslu og sérfræðiþekkingu sem nýtast mun framkvæmdastjórn við að ná settum markmiðum um vöxt félagsins.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×