Innlent

Tvísýnt með björgunaraðgerðir fyrir norðan land

MYND/Vilhelm

Tvísýnt er með björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land þar sem sækja á fárveikan mann um borð í norskt selveiðiskip. Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF SIF lögðu af stað í björgunarleiðangur frá Reykjavík um ellefuleytið í morgun eftir að beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var statt í hafís 190 sjómílur norður af Skaga. Aftakaveður er á svæðinu og þurfti þyrlan að lenda á Dalvík í stað Akureyrar til að taka eldsneyti vegna veðurhamsins. Ráðgert var að þyrlan og skipið mættust um 110 sjómílur norður af Sauðanesi en í ljósi aðstæðna er ekki mögulegt að fullyrða hvernig málin þróast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×