Innlent

Áætlun vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram

Frá Helguvík.
Frá Helguvík. MYND/Pjetur

Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Norðuráls og ráðgjafafyrirtækisins HRV að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum álvers við Hegluvík. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir. Skipulagsstofnun hefur þegar leitað umsagnar Reykjanessbæjar, Garðsins, Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Byggðastofnunar, Fornleifaverndar ríkisins, Hafrannsóknastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Iðnaðar og viðskiptaráðuneytis, Siglingastofnunar, Umhverfisstofnunar og Veðurstofu Íslands. Stefnt er að því að ákvörðun Skikpulagsstofnunar um tillögur framkvæmdaaðila liggi fyrir undir lok aprílmánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×