Innlent

Hvassviðri slotað

MYND/Valgarður Gíslason

Eitthvað hefur hvassviðrinu slotað víða um land en aftakaveður var í Öræfum og á Skeiðarársandi fyrr í dag en þá fór þá vindhraðinn upp í 50 m/s í hviðum.

Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum á bílum sínum á fjallvegum norðvestanlands í gærkvöldi þegar stórhríð og hvasssviðri gengu þar yfir og björgunarsveitir kallað út til að aðstoða fólk. Helstu leiðir á Norðurlandi eru orðnar færar, en enn er ófært um Þverárfjall og hefur verið stórhríð milli Sauðárkróks og Hofsóss.

Búið er að opna Breiðdalsheiði en Öxi er enn ófær. Á Vestfjörðum er Klettsháls ófær og einnig Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi. Víða er hálka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×