Fleiri fréttir Ekki tímabært að byggja þrjú álver Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu. Hún segir að ríkisstjórnin eigi að fara sér hægt í frekari álversframkvæmdir. 1.3.2006 20:58 Allt í bál og brand Allt virðist komið í bál og brand í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sveitarfélaga. Ekkert kom út úr sáttafundi í dag, en á föstudaginn kemur í ljós hvort af verkfalli verður. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag, en fréttastofa hitti um tvö hundruð þeirra á baráttufundi í Reykjavík og þeim var heitt í hamsi. 1.3.2006 19:30 Landsvirkjun hefur tilraunaboranir í sumar Landsvirkjun mun þegar í sumar hefja tilraunaboranir vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem ætlað er að sjá væntanlegu álveri fyrir raforku. 1.3.2006 19:23 Ljósmæður vitja ekki lengur sængurkvenna Ljósmæður eru hættar að vitja sængurkvenna á heimili þeirra, eftir að samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti. 1.3.2006 19:09 Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun 21. aldar fyrir að skríða á hnjánum fyrir álherrum í Ameríku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon og hvetur til þess að iðnaðarráðherra veiti þeim viðtöku fyrir hönd félaga sinna. 1.3.2006 19:02 Engin lausn í sjónmáli Enn er engin varanlega lausn komin í samningadeilu milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin hefur þó fallist á að greiða þeim ljósmæðrum áfram laun sem enn sinna skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út á miðnætti í gær. 1.3.2006 18:53 Íslendingur í haldi bresku lögreglunnar Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem lögreglan í Burnley á Englandi handtók í síðustu viku og sakar um rán á breskri stúlku, verður í gæsluvarðhaldi fram í byrjun apríl þegar mál hans verður tekið fyrir. 1.3.2006 18:45 Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum Ungliðar gegn stóriðju mótmæltu byggingu álvers á Bakka við Húsavík, á skrifstofum Alcoa á Suðurlandsbraut í dag. Lögregla fjarlægði ungliðana af skrifstofunum eftir skamma en hávaðasama viðveru þeirra þar. 1.3.2006 18:00 Félagsmálaráðherra ávarpaði fund Kvennanefndar SÞ Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 50. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Ráðherrann lagði áherslu á að enda þótt árangur hefði náðst á grundvelli þeirrar stefnu sem mörkuð var á Peking ráðstefnunni árið 1995 þá væri ljóst að enn væri mikið verk að vinna. 1.3.2006 17:03 Mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Alcoa Um 20 ungir mótmælendur hafa ruðst inn á skrifstofur Alcoa við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hafa þar í frammi mótmæli gegn byggingu álvers við Húsavík. Ungliðarnir krefjast þess að hætt verði við byggingu álversins og fallið frá stóriðjustefnu stjórnvalda. 1.3.2006 16:26 Enn er allt í hnút Enn er allt í hnút hjá samningarnefnd Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefnd sveitarfélaganna. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag. 1.3.2006 16:08 Bakki við Húsavík varð fyrir valinu Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. 1.3.2006 15:00 ABC barnahjálp safnar fyrir skóla Það er ekki oft sem skrýmsli og furðuverur heimsækja Bessastaði en það gerðist í dag þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" sem hófst í dag og það var ekki annað að sjá en að Dorrit væri hin hressasta á Bessastöðum þegar hún tók á móti nemendum úr fimmta bekk Álftanesskóla. 1.3.2006 14:52 Gagnrýnir Nýsköpunarsjóð Runólfur Ágústsson telur að aðstandendur keppninnar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands séu komnir á hálan ís með afstöðu sinni til kvenna. Vísar hann til ummæla sem Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, lét falla í fréttum NFS á mánudagskvöld. 1.3.2006 14:00 Dugir ekki að syngja fyrir hærri launum Slökkviliðsmenn mættu í fullum herklæðum fyrir utan Borgartún 30 og mótmæltu harðlega ósveigjanleika stjórnvalda í samningaviðræðum en Launanefnd sveitarfélaga fundaði í Borgartúni í hádeginu. Þeir voru mættir með kröfuspjöld og sögðu að ekki myndi duga að syngja öskudagslög fyrir hærri launum. Á spjöldunum sem mennirnir báru var auglýst eftir starfsmanni sem þyrfti að þora að leggja sig í lífshættu, þyrfti að geta þolað líkamlegt erfiði og andlegt álag og að viðkomandi gæti lent í stórhættu í hreinsun á efnaúrgangi. 1.3.2006 12:56 Sængurkvennadeildir fyllast Fæðingardeildir Landspítalans gætu fyllst á nokkrum klukkustundum nú þegar ljósmæður taka ekki við nýjum fjölskyldum í heimaþjónustu í sængurlegu. Samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti og konur sem hefðu átt að fara heim í dag þurfa því að dvelja áfram á sængurlegudeildum sjúkrahúsa. Á fundi í gær höfnuðu ljósmæður tilboði tryggingastofnunar enda segjast þær vera komnar langt undir útreiknaðan kostnað við vitjanir. 1.3.2006 12:36 Húsvíkingar vongóðir um álver Andi Einars heitins Benediktssonar athafnaskálds mun væntanlega svífa yfir vötnum á æskuheimili hans í Gamla Bauki á Húsavík í dag, þar sem stuðningsmenn álvers við Húsavík, vonast til að geta fagnað nýju álveri í héraði síðdegis. 1.3.2006 12:00 Tímaritið aVs lagt niður Tímaritum landsins fækkar um eitt á föstudag. Þá verður tímaritið aVs formlega lagt niður en það hefur verið gefið út í röskan áratug. Í tímaritinu hefur verið fagleg umfjöllun um arkitektúr og skipulag auk tengdra málefna. 1.3.2006 11:45 Óvenju mikið um sjúkraflutninga Slökkviliðsmenn hafa haft í nægu að snúast síðasta sólarhringinn við sjúkraflutninga. Alls var farið í 88 útköll vegna slíkra flutninga frá klukkan átta í gærmorgun til klukkan átta í morgun og þykir það óvenju mikið. 1.3.2006 11:43 Slökkviliðsmenn krefjast hærri launa Fjöldi slökkviliðsmanna hefur safnast saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í Borgartúni. Með því vilja slökkviliðsmenn þrýsta á um að laun þeirra verði bætt til muna frá því sem nú er. 1.3.2006 11:37 Jeppa stolið í Grindavík Toyota Hi-Lux jeppa var stolið í Grindavík síðustu nótt og hefur ekki fundist. Bíllinn er blár að lit með bílnúmerið LT-053. Hann er með 38 tommu hjólbarða og krómaðan veltiboga. 1.3.2006 11:21 Svifryk yfir heilsuverndarmörkum Umhverfissvið Reykjavíkurborgar ráðleggur þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Ástæðan er sú að svifryk í Reykjavík er hátt yfir heilsuverndarmörkum og er það annan daginn í röð sem slíkt gerist. 1.3.2006 10:51 Situr ráðherrafund í Kaupmannahöfn Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, situr í dag fund samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn. Þar á að leggja línurnar að helstu áherslum í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og ákveða fjárlög næsta árs. 1.3.2006 10:47 Fjögurra milljarða hagnaður Símans Síminn hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Það er þriðjungi meiri hagnaður en árið áður þegar félagið hagnaðist um þrjá milljarða króna. 1.3.2006 10:14 Íslendingur í bresku fangelsi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi í Burnley í Englandi, eftir að hann var handtekinn í síðustu viku á hótelherbergi, þar sem 14 ára bresk stúlka var með honum. 1.3.2006 10:00 Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A. 1.3.2006 09:35 Einna minnst verðbólga á EES-svæðinu Verðbólga hérlendis síðasta árið mælist 1,3 prósent samkvæmt evrópsku neysluverðsvísitölunni, sem er samræmd verðbólgumæling EES-ríkjanna. Þetta er heldur minni verðbólga en á evrópska efnahagssvæðinu þar sem hún mælist 2,2 prósent og evrusvæðinu þar sem hún mælist 2,4%. 1.3.2006 09:20 Leita að Pompei austursins Haraldur Sigurðsson prófessor í haffræði hefur leitt hóp vísindamanna sem hefur fundið stað sem segja má að sé eins konar Pompei austursins. 1.3.2006 09:15 Vopnað rán upplýst Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst vopnað rán sem var framið í lyfjaversluninni Apótekaranum 22. febrúar. Karlmaður á þrítugsaldri sem hefur alloft komist í kast við lögin hefur viðurkennt að hafa verið að verki. 1.3.2006 09:08 Ingimundur leiðir F-listann Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum. 1.3.2006 09:05 Fons kaupir Skeljung á ný Stóru olíufélögin, sem áður fyrr voru einskonar kjölfesta í ákveðnum hagsmunahópum, ganga nú kaupum og sölum. Eignarhaldsfélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar keyptu í gær Skeljung af Högum, sem er í Baugs-samstæðunni, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. 1.3.2006 09:00 Sprengdu bor lausan Sprengjusérfræðingar sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar fengu óvenjulegt verkefni á dögunum. Þá var kallað eftir þeirra hjálp til að losa jarðbor Íslenskra orkurannsókna sem var pikkfastur á rúmlega kílómetra dýpi nálægt Reykjanesvita. 1.3.2006 09:00 Heimaþjónusta við sængurkonur leggst af Heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur, sem fara fljótt heim af fæðingadeildinni, lagðist af á miðnætti, en þá rann út samningur ljósmæðra við Tryggingastofnun, án þess að nýr samningur næðist. 1.3.2006 08:52 Verðlaunuð fyrir Reykjanesbæjarbók Þorgrímur Þráinsson og Ingibjörg M. Möller urðu hlutskörpust í samkeppni Reykjanesbæjar um handrit að barna- og unglingabók. 1.3.2006 08:45 Veðjað á álver Spákaupmenn á peningamarkaðnum virðast veðja á að álfyrirtækið Alcoa ætli að reisa álver fyrir norðan, því hækkun krónunnar um rösklega eitt prósent í gær er meðal annars rakin til væntinga til þess. 1.3.2006 08:30 Hugað að sameiningu á Vesturlandi Unnið er að því að sameina þrjú verkalýðsfélög á Vesturlandi í eitt. Þetta eru verkalýðsfélögin Valur í Dalasýsu, Hörður í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar og Verkalýðsfélag Borgarness. 1.3.2006 08:15 Síðustu göngurnar um Kárahnjúkasvæðið í sumar Þeir sem hafa hugsað sér að skoða landið sem hverfur undir Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ættu að fara að skipuleggja ferðir þangað því í september verður vatni hleypt á hið margumtalaða Hálslón. Gönguhópurinn Augnablik hefur gengið um "landið sem hverfur" í þrjú sumur og þetta fjórða sumar verður að öllum líkindum hið síðasta. 1.3.2006 08:00 Þjóðvegirnir greiðfærir Allir helstu þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einhverjir hálkublettir eru þó á Norðaustur- og Austurlandi. 1.3.2006 07:55 Skattur á þá efnaminni Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu. 1.3.2006 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki tímabært að byggja þrjú álver Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu. Hún segir að ríkisstjórnin eigi að fara sér hægt í frekari álversframkvæmdir. 1.3.2006 20:58
Allt í bál og brand Allt virðist komið í bál og brand í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sveitarfélaga. Ekkert kom út úr sáttafundi í dag, en á föstudaginn kemur í ljós hvort af verkfalli verður. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag, en fréttastofa hitti um tvö hundruð þeirra á baráttufundi í Reykjavík og þeim var heitt í hamsi. 1.3.2006 19:30
Landsvirkjun hefur tilraunaboranir í sumar Landsvirkjun mun þegar í sumar hefja tilraunaboranir vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem ætlað er að sjá væntanlegu álveri fyrir raforku. 1.3.2006 19:23
Ljósmæður vitja ekki lengur sængurkvenna Ljósmæður eru hættar að vitja sængurkvenna á heimili þeirra, eftir að samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti. 1.3.2006 19:09
Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun Ríkisstjórnin ætti að fá niðurlægingarverðlaun 21. aldar fyrir að skríða á hnjánum fyrir álherrum í Ameríku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon og hvetur til þess að iðnaðarráðherra veiti þeim viðtöku fyrir hönd félaga sinna. 1.3.2006 19:02
Engin lausn í sjónmáli Enn er engin varanlega lausn komin í samningadeilu milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin hefur þó fallist á að greiða þeim ljósmæðrum áfram laun sem enn sinna skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út á miðnætti í gær. 1.3.2006 18:53
Íslendingur í haldi bresku lögreglunnar Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem lögreglan í Burnley á Englandi handtók í síðustu viku og sakar um rán á breskri stúlku, verður í gæsluvarðhaldi fram í byrjun apríl þegar mál hans verður tekið fyrir. 1.3.2006 18:45
Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum Ungliðar gegn stóriðju mótmæltu byggingu álvers á Bakka við Húsavík, á skrifstofum Alcoa á Suðurlandsbraut í dag. Lögregla fjarlægði ungliðana af skrifstofunum eftir skamma en hávaðasama viðveru þeirra þar. 1.3.2006 18:00
Félagsmálaráðherra ávarpaði fund Kvennanefndar SÞ Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í dag 50. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Ráðherrann lagði áherslu á að enda þótt árangur hefði náðst á grundvelli þeirrar stefnu sem mörkuð var á Peking ráðstefnunni árið 1995 þá væri ljóst að enn væri mikið verk að vinna. 1.3.2006 17:03
Mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Alcoa Um 20 ungir mótmælendur hafa ruðst inn á skrifstofur Alcoa við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hafa þar í frammi mótmæli gegn byggingu álvers við Húsavík. Ungliðarnir krefjast þess að hætt verði við byggingu álversins og fallið frá stóriðjustefnu stjórnvalda. 1.3.2006 16:26
Enn er allt í hnút Enn er allt í hnút hjá samningarnefnd Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefnd sveitarfélaganna. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag. 1.3.2006 16:08
Bakki við Húsavík varð fyrir valinu Bandaríska álfyrirtækið Alcoa og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði af byggingu þess mun álverið nota rafmagn sem að mestu verður framleitt með vistvænni jarðvarmaorku. Verði ákveðið að reisa nýtt álver á Norðurlandi er fyrstu framkvæmda á svæðinu ekki að vænta fyrr en árið 2010. 1.3.2006 15:00
ABC barnahjálp safnar fyrir skóla Það er ekki oft sem skrýmsli og furðuverur heimsækja Bessastaði en það gerðist í dag þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tók á móti börnum og gaf fé í söfnunina "Börn hjálpa börnum" sem hófst í dag og það var ekki annað að sjá en að Dorrit væri hin hressasta á Bessastöðum þegar hún tók á móti nemendum úr fimmta bekk Álftanesskóla. 1.3.2006 14:52
Gagnrýnir Nýsköpunarsjóð Runólfur Ágústsson telur að aðstandendur keppninnar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands séu komnir á hálan ís með afstöðu sinni til kvenna. Vísar hann til ummæla sem Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, lét falla í fréttum NFS á mánudagskvöld. 1.3.2006 14:00
Dugir ekki að syngja fyrir hærri launum Slökkviliðsmenn mættu í fullum herklæðum fyrir utan Borgartún 30 og mótmæltu harðlega ósveigjanleika stjórnvalda í samningaviðræðum en Launanefnd sveitarfélaga fundaði í Borgartúni í hádeginu. Þeir voru mættir með kröfuspjöld og sögðu að ekki myndi duga að syngja öskudagslög fyrir hærri launum. Á spjöldunum sem mennirnir báru var auglýst eftir starfsmanni sem þyrfti að þora að leggja sig í lífshættu, þyrfti að geta þolað líkamlegt erfiði og andlegt álag og að viðkomandi gæti lent í stórhættu í hreinsun á efnaúrgangi. 1.3.2006 12:56
Sængurkvennadeildir fyllast Fæðingardeildir Landspítalans gætu fyllst á nokkrum klukkustundum nú þegar ljósmæður taka ekki við nýjum fjölskyldum í heimaþjónustu í sængurlegu. Samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti og konur sem hefðu átt að fara heim í dag þurfa því að dvelja áfram á sængurlegudeildum sjúkrahúsa. Á fundi í gær höfnuðu ljósmæður tilboði tryggingastofnunar enda segjast þær vera komnar langt undir útreiknaðan kostnað við vitjanir. 1.3.2006 12:36
Húsvíkingar vongóðir um álver Andi Einars heitins Benediktssonar athafnaskálds mun væntanlega svífa yfir vötnum á æskuheimili hans í Gamla Bauki á Húsavík í dag, þar sem stuðningsmenn álvers við Húsavík, vonast til að geta fagnað nýju álveri í héraði síðdegis. 1.3.2006 12:00
Tímaritið aVs lagt niður Tímaritum landsins fækkar um eitt á föstudag. Þá verður tímaritið aVs formlega lagt niður en það hefur verið gefið út í röskan áratug. Í tímaritinu hefur verið fagleg umfjöllun um arkitektúr og skipulag auk tengdra málefna. 1.3.2006 11:45
Óvenju mikið um sjúkraflutninga Slökkviliðsmenn hafa haft í nægu að snúast síðasta sólarhringinn við sjúkraflutninga. Alls var farið í 88 útköll vegna slíkra flutninga frá klukkan átta í gærmorgun til klukkan átta í morgun og þykir það óvenju mikið. 1.3.2006 11:43
Slökkviliðsmenn krefjast hærri launa Fjöldi slökkviliðsmanna hefur safnast saman fyrir utan húsnæði Ríkissáttasemjara í Borgartúni. Með því vilja slökkviliðsmenn þrýsta á um að laun þeirra verði bætt til muna frá því sem nú er. 1.3.2006 11:37
Jeppa stolið í Grindavík Toyota Hi-Lux jeppa var stolið í Grindavík síðustu nótt og hefur ekki fundist. Bíllinn er blár að lit með bílnúmerið LT-053. Hann er með 38 tommu hjólbarða og krómaðan veltiboga. 1.3.2006 11:21
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum Umhverfissvið Reykjavíkurborgar ráðleggur þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Ástæðan er sú að svifryk í Reykjavík er hátt yfir heilsuverndarmörkum og er það annan daginn í röð sem slíkt gerist. 1.3.2006 10:51
Situr ráðherrafund í Kaupmannahöfn Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, situr í dag fund samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn. Þar á að leggja línurnar að helstu áherslum í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og ákveða fjárlög næsta árs. 1.3.2006 10:47
Fjögurra milljarða hagnaður Símans Síminn hagnaðist um rúma fjóra milljarða króna á síðasta ári. Það er þriðjungi meiri hagnaður en árið áður þegar félagið hagnaðist um þrjá milljarða króna. 1.3.2006 10:14
Íslendingur í bresku fangelsi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi í Burnley í Englandi, eftir að hann var handtekinn í síðustu viku á hótelherbergi, þar sem 14 ára bresk stúlka var með honum. 1.3.2006 10:00
Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A. 1.3.2006 09:35
Einna minnst verðbólga á EES-svæðinu Verðbólga hérlendis síðasta árið mælist 1,3 prósent samkvæmt evrópsku neysluverðsvísitölunni, sem er samræmd verðbólgumæling EES-ríkjanna. Þetta er heldur minni verðbólga en á evrópska efnahagssvæðinu þar sem hún mælist 2,2 prósent og evrusvæðinu þar sem hún mælist 2,4%. 1.3.2006 09:20
Leita að Pompei austursins Haraldur Sigurðsson prófessor í haffræði hefur leitt hóp vísindamanna sem hefur fundið stað sem segja má að sé eins konar Pompei austursins. 1.3.2006 09:15
Vopnað rán upplýst Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst vopnað rán sem var framið í lyfjaversluninni Apótekaranum 22. febrúar. Karlmaður á þrítugsaldri sem hefur alloft komist í kast við lögin hefur viðurkennt að hafa verið að verki. 1.3.2006 09:08
Ingimundur leiðir F-listann Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum. 1.3.2006 09:05
Fons kaupir Skeljung á ný Stóru olíufélögin, sem áður fyrr voru einskonar kjölfesta í ákveðnum hagsmunahópum, ganga nú kaupum og sölum. Eignarhaldsfélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar keyptu í gær Skeljung af Högum, sem er í Baugs-samstæðunni, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. 1.3.2006 09:00
Sprengdu bor lausan Sprengjusérfræðingar sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar fengu óvenjulegt verkefni á dögunum. Þá var kallað eftir þeirra hjálp til að losa jarðbor Íslenskra orkurannsókna sem var pikkfastur á rúmlega kílómetra dýpi nálægt Reykjanesvita. 1.3.2006 09:00
Heimaþjónusta við sængurkonur leggst af Heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur, sem fara fljótt heim af fæðingadeildinni, lagðist af á miðnætti, en þá rann út samningur ljósmæðra við Tryggingastofnun, án þess að nýr samningur næðist. 1.3.2006 08:52
Verðlaunuð fyrir Reykjanesbæjarbók Þorgrímur Þráinsson og Ingibjörg M. Möller urðu hlutskörpust í samkeppni Reykjanesbæjar um handrit að barna- og unglingabók. 1.3.2006 08:45
Veðjað á álver Spákaupmenn á peningamarkaðnum virðast veðja á að álfyrirtækið Alcoa ætli að reisa álver fyrir norðan, því hækkun krónunnar um rösklega eitt prósent í gær er meðal annars rakin til væntinga til þess. 1.3.2006 08:30
Hugað að sameiningu á Vesturlandi Unnið er að því að sameina þrjú verkalýðsfélög á Vesturlandi í eitt. Þetta eru verkalýðsfélögin Valur í Dalasýsu, Hörður í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar og Verkalýðsfélag Borgarness. 1.3.2006 08:15
Síðustu göngurnar um Kárahnjúkasvæðið í sumar Þeir sem hafa hugsað sér að skoða landið sem hverfur undir Hálslón Kárahnjúkavirkjunar ættu að fara að skipuleggja ferðir þangað því í september verður vatni hleypt á hið margumtalaða Hálslón. Gönguhópurinn Augnablik hefur gengið um "landið sem hverfur" í þrjú sumur og þetta fjórða sumar verður að öllum líkindum hið síðasta. 1.3.2006 08:00
Þjóðvegirnir greiðfærir Allir helstu þjóðvegir landsins eru nokkuð greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einhverjir hálkublettir eru þó á Norðaustur- og Austurlandi. 1.3.2006 07:55
Skattur á þá efnaminni Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu. 1.3.2006 07:45