Innlent

Sprengdu bor lausan

Sprengjusérfræðingar sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar fengu óvenjulegt verkefni á dögunum. Þá var kallað eftir þeirra hjálp til að losa jarðbor Íslenskra orkurannsókna sem var pikkfastur á rúmlega kílómetra dýpi nálægt Reykjanesvita.

Borinn festist þegar jarðvegur hrundi að honum og gekk ekkert að losa hann. Eftir þrjá daga af tilraunum gáfust menn upp og kölluðu á sprengjusveitina sem sprengdi borinn lausan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×