Innlent

Veðjað á álver

Frá framkvæmdasvæði Alcoa fyrir austan.
Frá framkvæmdasvæði Alcoa fyrir austan. MYND/Vilhelm

Spákaupmenn á peningamarkaðnum virðast veðja á að álfyrirtækið Alcoa ætli að reisa álver fyrir norðan, því hækkun krónunnar um rösklega eitt prósent í gær er meðal annars rakin til væntinga til þess.

Fyrirtækið mun tilkynna í New York síðdegis hvort og þá hvar það hafi áhuga á álversbyggingu, en staðirnir þrír, sem helst koma til greina eru Skagafjörður, Eyjafjörður og nágrenni Húsavíkur. Margt bendir til þess að Bakki við Húsavík verði fyrir valinu. Hreppsnefnd Tjörneshrepps, sem liggur að Bakka, hefur hins vegar gert athugasemdir við staðarvalið vegna bónda sem býr á mengunarsvæði álvers sem kynni að verða reist á Bakka..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×