Innlent

Fons kaupir Skeljung á ný

Bensínstöð Skeljungs
Bensínstöð Skeljungs MYND/Róbert

Stóru olíufélögin, sem áður fyrr voru einskonar kjölfesta í ákveðnum hagsmunahópum, ganga nú kaupum og sölum. Eignarhaldsfélagið Fons, í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar keyptu í gær Skeljung af Högum, sem er í Baugs-samstæðunni, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.

Hagar keyptu félagið einmitt af þeim Pálma og Jóhannesi fyrir rúmu ári, eftir að þeir höfðu átt það í tæpt ár, en áður hafði það tilheyrt eigendahópi, nátengdum Sjálfsætðisflokknum. Fjárfestar úr þeim hópi, sem meðal annars eiga nú Bílanaust, keyptu hinsvegar nýverið olíufélagið Essó, sem á sínum tíma var nátengt samvinnuhreyfingunni, Framsóknarflokknum, og nú síðast- S hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×