Innlent

Verðlaunuð fyrir Reykjanesbæjarbók

Þorgrímur Þráinsson er annar verðlaunahafa.
Þorgrímur Þráinsson er annar verðlaunahafa. MYND/Valli

Þorgrímur Þráinsson og Ingibjörg M. Möller urðu hlutskörpust í samkeppni Reykjanesbæjar um handrit að barna- og unglingabók.

Samkeppnin var hluti af verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbær og var skilyrði fyrir þátttöku að Reykjanesbær og nágrenni væri sögusvið bókarinnar. Verk Þorgríms nefnist Rauða músin og verk Ingibjargar Aragrúi. Hvor höfundur um sig fékk fjögurhundruð þúsund krónur í verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×