Innlent

Heimaþjónusta við sængurkonur leggst af

Heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur, sem fara fljótt heim af fæðingadeildinni, lagðist af á miðnætti, en þá rann út samningur ljósmæðra við Tryggingastofnun, án þess að nýr samningur næðist. 

64 prósent sængurkvenna nýtir sér þessa þjónustu, sem léttir mjög á fæðingaadeildum þar sem sængurkonurnar fara fyrr heim en ella. Með óbreyttri fæðingatíðni stefnir nú allt í að fæðingadeildir yfirfyllist þar sem sængurkonur munu dvelja þar lengur ef þær eiga ekki lengur kost á heimaþjónustunni. Ljósmæður hafa heimsótt hverja sængurkonu, sem fer fljótt heim allt að átta sinnum. Næsti samningafundur í deilunni verður haldinn síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×