Innlent

Ljósmæður vitja ekki lengur sængurkvenna

Ljósmæður eru hættar að vitja sængurkvenna á heimili þeirra, eftir að samningur ljósmæðra og Tryggingastofnunar rann út á miðnætti.

Samningar Ljósmæðrafélags Íslands við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslur til ljósmæðra fyrir aðstoð við heimafæðingar og við heimaþjónustu í sængurlegu, runnu út á miðnætti.

Þegar báðir höfðu slakað lítið eitt á sínum kröfum vildi Tryggingastofnun borga 4.659 krónur en ljósmæður vildu ekki fara neðar en 4.800 krónur fyrir hverja vitjun. Þarna munar 141 krónu, eða sem nemur um tveimur milljónum á ári.

Samkomulagið náðist ekki og samningarnir runnu út. Ljósmæður hittust í gær til að ræða stöðuna og ákváðu að halda sig við ítrustu kröfur, sem eru að borga ekki með sér þegar þær sinna heimaþjónustu í sængurlegu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×