Innlent

Situr ráðherrafund í Kaupmannahöfn

Sigríður Anna Þórðardóttir.
Sigríður Anna Þórðardóttir. MYND/E.Ól.

 

 

 

 

Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, situr í dag fund samstarfsráðherra í Kaupmannahöfn. Þar á að leggja línurnar að helstu áherslum í starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar og ákveða fjárlög næsta árs.

Á fundinum verður einnig fjallað um áætlun Norðurlanda um sjálfbæra þróun 2005-2008 og kynningu á henni. S amstarfsráðherrarnir ræða einnig norrænt samstarf um málefni barna og ungmenna á aldrinum 0-25 ára, en nánast öll fagsvið Norrænu ráðherranefndarinnar koma þar að með einum eða öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×