Innlent

Gagnrýnir Nýsköpunarsjóð

Runólfur Ágústsson telur að aðstandendur keppninnar um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands séu komnir á hálan ís með afstöðu sinni til kvenna. Vísar hann til ummæla sem Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna, lét falla í fréttum NFS á mánudagskvöld.

Þetta kemur fram pistli Runólfs á heimasíðu sinni í gær. Þar gagnrýnir Runólfur afstöðu Hönnu Maríu og segir hana minna mjög á ummæli rektors Harvards háskóla sem um þessar mundir er að hætta störfum vegna þeirra ummæla. Runólfur segir enn fremur að ef rétt reynist hjá Hönnu Maríu að enginn kynjakvóti sé við úthlutun verðlaunanna og að um helmingur umsækjanda séu konur þá sé eina haldbæra skýringin á því að engin kona fékk viðurkenningu í ár og engin kona hefur unnið til verðlaunanna síðast liðin sex ár sú að konur séu einfaldlega lakari fræðimenn en karlar. Þetta þykir Runólfi hæpin skýring. Hann minnir á öll fjögur verkefnin sem fengu viðurkenningu í ár eigi það sameiginlegt að einhver hlutur sem hafi meint hagnýtt gildi sé búinn til. Með því sé verið að gefa skýr skilaboð til þátttakenda. Orðrétt segir Runólfur: "Svo virðist því sem að keppnin sé að þróast út í einhverns konar uppfinningakeppni fyrir drengi í tölvunarfræðum eða raunvísindum. " Og hann spyr: "Getur ekki huglæg sköpun verið nýsköpun með sama hætti? Eiga góðar viðskiptahugmyndir eða listsköpun ekki möguleika í þessari keppni?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×