Innlent

Allt í bál og brand

Allt virðist komið í bál og brand í kjaradeilu slökkviliðsmanna og sveitarfélaga. Ekkert kom út úr sáttafundi í dag, en á föstudaginn kemur í ljós hvort af verkfalli verður. Slökkviliðsmenn hafa mótmælt víða um land í dag, en fréttastofa hitti um tvö hundruð þeirra á baráttufundi í Reykjavík og þeim var heitt í hamsi.

Fundur í kjaradeilu Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Launanefndar sveitarfélaganna var haldið áfram í morgun hjá ríkissáttasemjara og lauk fundi um hádegi þar sem launanefndin átti ein fund hjá ríkissáttasemjara.

Vernharðs Guðnasonar, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segist ekki vera bjartsýnn á að samningar náist áður en verkfall skellur á . Tilboð launanefndarinnar felur í sér 28% hækkun launa á þriggja ára tímabili sem gerir 160 þúsund fyrir þá sem unnið hafa í slökkviliðinu í þrjú ár, þessu tilboði var hafnað af Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Kosning hófst í gær og stendur kosningin yfir til hádegis á föstudag , en þá mun skýarst hvort farið verður í verkfall. Ef af verkfalli verður þá mun það hefjast um miðjan mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×