Innlent

Leita að Pompei austursins

Haraldur Sigurðsson prófessor í haffræði hefur leitt hóp vísindamanna sem hefur fundið stað sem segja má að sé eins konar Pompei austursins.

Í tuttugu ár hefur Haraldur, sem er prófessor í Haffræði við Rhode Island háskólann í Bandaríkjunum, rannsakað indónesísku eyjuna Sumbawa, þar sem stærsta eldgos sem sögur fara af varð árið 1815. Nú hefur hann ásamt hópi manna fundið alls kyns brons- og keramikmuni í leifum af húsi þar sem tveir menn bjuggu, sem hafði grafist undir ösku og hrauni úr eldfjallinu Tambora.

Uppgötvunin er talin geta varpað frekara ljósi á forna sögu Indónesíu. Í viðtali við BBC segir Haraldur að fundurinn gæti átt eftir hafa mikið menningarlegt gildi, enda séu munirnir og leifar hússins mjög heilleg eftir öll þessi ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×