Innlent

Landsvirkjun hefur tilraunaboranir í sumar

Landsvirkjun mun þegar í sumar hefja tilraunaboranir vegna þeirra jarðvarmavirkjana sem ætlað er að sjá væntanlegu álveri fyrir raforku.

Þegar þau tíðindi bárust frá New York í dag að bandaríska fyrirtækið Alcoa hefði valið Bakka við Húsavík fyrir byggingu hugsanlegs álvers á Norðurlandi, stóð yfir fundur á vegum Landsvirkjunar á Hótel Loftleiðum þar sem verið var að fjalla um stöðu framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun er einnig ætlað að útvega orku til álvers við Húsavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×