Innlent

Íslendingur í bresku fangelsi

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi í Burnley í Englandi, eftir að hann var handtekinn í síðustu viku á hótelherbergi, þar sem 14 ára bresk stúlka var með honum.

Að sögn Blaðsins, telur breska lögreglan að þau hafi kynnst á spjallsíðu á Netinu. Farið er með svona mál sem barnsrán á Bretlandi og geta viðurlög verið allt að sjö ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×