Innlent

Íslendingur í haldi bresku lögreglunnar

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, sem lögreglan í Burnley á Englandi handtók í síðustu viku og sakar um rán á breskri stúlku, verður í gæsluvarðhaldi fram í byrjun apríl þegar mál hans verður tekið fyrir.

Blaðið Burnley Express segir frá því að maðurinn hafi verið handtekinn á hóteli þar í borg fyrir viku en þar hafi fjórtán ára bresk stúlka verið hjá honum. Blaðið segir að lögreglan telji þau hafa kynnst á spjallsíðu á netinu og hann hafi svo gert sér ferð til Burnley til að hitta stúlkuna.

Blaðið nafngreinir manninn og segir hann 23 ára. Maðurinn mun þegar hafa verið færður til yfirheyrslu og síðan ákærður fyrir barnsrán.

NFS hafði í dag samband við lögregluna í Burnley og fékk samband við lögreglukonu sem kemur að rannsókn málsins. Sú vildi ekki veita viðtal þar sem rannsóknin væri of skammt á veg kominn. Hún staðfesti að maðurinn væri í haldi lögreglunnar og yrði það þar til mál hans yfir aftur tekið fyrir af dómstólum sem er ekki fyrr en 3. apríl næstkomandi.

Hún vildi ekki tjá sig um hvort maðurinn hefði misnotað stúlkuna eða lýsa atburðarásinni sem leiddi til handtökunnar. Hún staðfesti þó að maðurinn væri sakaður um barnsrán en viðurlög við þeim glæp á Englandi geta verið allt að sjö ára fangelsi.

Lögreglan í Burnley hefur sett sig í samband við íslensku lögregluna og bíður frekari upplýsinga um manninn eins og hvort hann hafi gerst brotlegur við lög hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×