Innlent

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Fólk með viðkvæm öndunarfæri ætti ef til vill að forðast fjölfarnar götur.
Fólk með viðkvæm öndunarfæri ætti ef til vill að forðast fjölfarnar götur. MYND/GVA

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar ráðleggur þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum. Ástæðan er sú að svifryk í Reykjavík er hátt yfir heilsuverndarmörkum og er það annan daginn í röð sem slíkt gerist.

Þar sem búist er við rólegu veðri á næstunni er útlit fyrir að svifryk verði áfram yfir heilsuverndarmörkum. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×