Innlent

Ekki tímabært að byggja þrjú álver

Mynd/ Valli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu. Hún segir að ríkisstjórnin eigi að fara sér hægt í frekari álversframkvæmdir.

Ingibjörg er ósátt fyrir fyrirhugaðar álversframkvæmdir og segir að ekki sé grundvöllur fyrir byggingu þriggja álvera á næsta áratug eins og staðan sé í dag. Álver á Bakka við Húsavík sé þó skásti kosturinn miðað við atvinnuástand þar.

Ingibjörg segir að frekari álversframkvæmdir geti orsakað enn meiri sveiflur í efnahagslífinu og þá geti þær einnig geti valdið skaða fyrir atvinnulífð, en það sé ekki rétt að byggja væntingar til þriggja álvera ef ekki reynist grundvöllur fyrir byggingu þeirra. Slíkt geti hafa slæmt áhrif fyrir atvinnulífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×