Fleiri fréttir

Ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um ósakhæfi manns sem bæði hótaði og réðst á lækni vegna erfðafræðilegra rannsókna sem hann hafði gert í faðernismáli og vörðuðu hinn ákærða. Manninum er einnig gert að sæta öryggisgæslu.

Löng biðröð vegna lóðaúthlutunar í Úlfarsárdal

Löng biðröð myndaðist í dag þegar fólk hópaðist til að skila inn umsóknum í lóðir í Úlfársdal en umsókanarfrestur rann út seinnipartinn í dag. Niðurstaða lóðaútboðsins verður birt í heild sinni á vef Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í beinu framhaldi af opnun og skráningu allra tilboða sem ljúka á í kvöld

Fjölbreyttur hópur mæðra og barna

Hópur kvenna af erlendum uppruna hittist reglulega í foreldrahópi í Alþjóðahúsinu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera bæði mæður og búsetar á Íslandi en feður barna þeirra eru flestir íslenskir.

Hljóta fyrstir vottun fyrir aðgengi fatlaðra að netbönkum

Sparisjóðirnir eru fyrstir banka til að hljóta vottun fyrir aðgengi fatlaðra á netbankum sínum, en verkefnið er búið að vera í þróunn í rúmt ár. Heimabanki Sparisjóðanna er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega upp með þarfir lesblindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, blindra og alvarlega sjónskertra í huga.

Verulegar líkur á lækkunum á hlutabréfum

Lektor í viðskiptafræði segir verulegar líkur á lækkunum á íslenskum hlutabréfum og mikil áhætta sé fólgin í kaupum á þeim. Ekki sé innistæða fyrir hækkunum undanfarið en Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um rúm 24% frá áramótum.

25 árekstrar í Reykjavík í dag

Tuttugu og fimm árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Allir hafa þeir verið minniháttar og engin alvarleg slys orðið á fólki.

Aðstandendur harma myndbirtingar DV

Aðstandendur Jóns Þórs Ólafssonar, sem var myrtur í El Salvador sl. helgi, segjast harma „ósmekklegar og tilgangslausar myndbirtingar" DV í morgun þar sem fjallað var um atburðinn.

Sýknaður af því að hafa birt áfengisauglýsingu

Framkvæmdastjóri HOB-vína var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa látið birta bjórauglýsingu í DV og fylgiblaði með Fréttablaðinu í desember árið 2004.

Ökumaður vörubílsins dæmdur í 60 daga fangelsi

Ökumaður vörubílsins sem lenti í árekstri við strætisvagn síðastliðið sumar, með þeim afleiðingum að vagnstjórinn missti báða fótleggi neðan við hné, var í Héraðsdómi í fyrradag dæmdur í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórvítavert gáleysi við akstur.

Kjarasamningur undirritaður

Starfsmannafélag Reykjavíkur og Launanefnd sveitarfélaganna hafa undirritað kjarasamning vegna starfsmanna hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og er gildistími samninganna frá 1. desember 2005 til 30. nóvember 2008. Kjarasamningurinn var kynntur á fundi á þriðjudag og samþykktur með öllum atkvæðum. Samningurinn er á sömu nótum og kjarasamningur félagsins við Reykjavíkurborg.

Bæjarstjóri ræði við hlutaðeigandi vegna sjúkraflugs

Bæjarstjóra Vestmannaeyja hefur verið falið að ræða við hlutaðeigandi aðila um framtíðarfyrirkomulag sjúkraflugs frá Eyjum eftir atvik í fyrrakvöld þar sem sjúkraflugvél var ekki til taks til að flytja veikt barn til Reykjavíkur.

Nokkuð um umferðaróhöpp

Mikil hálka er nú í Ártúnsbrekkunni og þónokkur óhöpp hafa orðið þar síðasta klukkutímann. Ein bifreið keyrði utan í vegrið og önnur á staur. Þá skullu tvær bifreiðar saman og fleiri minniháttar óhöpp urðu. Lögreglan varar ökumenn við ástandinu og biður þá að fara varlega en svo virðist sem snöggfryst hafi í brekkunni og því sé þar launhált.

Oddvitar keppa í körfubolta

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir mætast í Laugardalshöll í dag til að taka þátt í körfuboltaskotkeppni. Keppnin gengur út á að það reyna að slá andstæðinginn út.

Spáir hruni í mjöl- og lýsisiðnaði

Helsti sérfræðingur Norðmanna í mjöl- og lýsisiðnaði spáir því að fiskimjölsverksmiðjum muni stórfækka á Íslandi á næstunni vegna kreppu í greininni. Kolbjörn Giskeödegård sagði þetta á ráðstefnu í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Lilleström í Noregi, sem nú stendur yfir og greinir Fiskaren frá þessu.

Atlantsolía lækkar verð

Atlantsolía hefur lækkað verð á bensíni um eina krónu en eftir nokkuð langt hækkunartímabil hefur verð farið lækkandi undanfarna daga í Rotterdam þaðan sem Atlantsolía fær eldsneyti sitt frá. Ekkert annað olíufyrirtæki hefur tilkynnt um lækkun að svo stöddu

Kröfur allt að 50 milljónir króna á hendur ríkinu

Fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu krefur ríkið um rúmlega fimmtíu milljónir króna vegna meintrar ólögmætrar framgöngu ráðherra í hans garð, en ráðuneytisstjórinn hefur ekki fengið að snúa aftur til starfs síns í áratug. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Rannsókn á morði Jóns Þórs ólokið

Lögreglan í El Salvador vinnur nú hörðum höndum að því að rekja slóð Jóns Þórs og Brendu sem myrt voru á hrottafenginn hátt á sunnudag til að reyna að komast að því hver ber ábyrgð á morðinu. Að því er fram kemur í DV í dag er rannsókn málsins mjög erfið vegna þess að glæpaklíkan sem grunuð er um morðið fylgist grannt með rannsókninni og hefur í hótunum við vitni.

Landsbanka ber að afhenda skjöl

Hæstiréttur hefur úrskurðað að Landsbanka Íslands sé skylt að afhenda efnahagsbrotadeild lögreglunnar afrit af skjölum varðandi færslur á bankareikningum tveggja manna. Þar með staðfestir Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. janúar síðastliðinn.

Ófært víða um land

Ekkert flug hefur verið frá Reykjavík til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna óveðurs á þeim stöðum. Víða hefur verið ófært norðvestanlands vegna snjókomu eða blindandi skafrennings, og af þeim sökum hefur skólahaldi verið aflýst í mörgum skólum á svæðinu

Gæti dregið 142 milljónir manna til dauða

Allt að 142 miljónir manna eiga á hættu að deyja úr fuglaflensu, stökkbreytist H5N1-veiran. CNN hefur þetta eftir sérfræðingum Lowy stofnunarinnar, álitsgjafa í Ástralíu. Fuglaflensan er komin til Ungverjalands en flensan fannst í þremur svönum sem drápust þar. Verið er að greina hvort veiran sé af gerðinni H5N1.

Mikil ófærð víða um land

Ekkert flug hefur verið frá Reykjavík til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna óveðurs á þeim stöðum, en veðurskilyrði verða könnuð nánar nú á tólfta tímanum. Skólahaldi hefur verið aflýst í nokkrum skólum á Norðvesturlandi vegna ófæðrar og óveðurs og helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir vegna snjóa.

Tap á flugrekstri FinnAr

Tap finnska flugfélagsins Finnair nam 220 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi. Á sama tímabili árið 2004 var um 250 milljóna króna hagnaður af starfseminni. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt eldsneytisverð og aukinn launakostnaður séu aðal ástæður fyrir tapi en sölutekjur jukust um 7,5% milli ára.

Hröktum manni komið til hjálpar

Lögreglan í Keflavík kom manni til hjálpar sem hafði fallið fyrir utan veitingahús og skorist í andliti þannig að það fossblæddi úr honum.

FL Group kaupir bjórfyrirtæki

FL Group, móðurfélag Flugleiða til skamms tíma, hefur keypt tæp ellefu prósent í danska ölgerðarfyrirtækinu Royal Unibrew, sem er næst stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. Fyrirtækið rekur sex verksmiðjur í Danmörku, Eistlandi og Lettlandi, með tvö þúsund og þrjú hundruð starfsmönnum. Það flytur afurðir sínar til 65 landa, einkum í Evrópu, Ameríku og Afríku

Alheimssamtök lyðheilsustöðva stofnuð

Alheimssamtök opinberra lýðheilsustöðva, International Association of National Public Health Institutes (IANPHI) hafa verið stofnuð og fór stofnfundurinn fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu, dagana 29. janúar til 1. febrúar sl. með þátttöku forstjóra flestra opinberra lýðheilsustöðva sem nú eru starfandi í löndum víðs vegar um heiminn. Þeirra á meðal var Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar Íslands.

Afkoma botnfiskveiða versnaði

Afkoma botnfiskveiða versnaði frá árinu 2003 til ársins 2004 en afkoma botnfiskvinnslu batnaði á sama tímabili. Þetta kemur fram í hefti Hagstofunnar, Sjávarútvegur, sem nú er komið út. Hreinn hagnaður botnfiskveiða reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð minnkaði úr 10,2% af tekjum í 7,5 prósent á meðan hagnaður af botnfiskvinnslu jókst úr 3,5% af tekjum í 4,5%.

Strætó á Ísafirði

Ísafjarðarbær mun ganga til samningaviðræðna við Teit Jónasson, um samgöngur innan Ísafjarðarbæjar auk leiðanna milli Ísafjarðar annars vegar og Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar hins vegar. Teitur Jónasson átti næstlægsta tilboðið en lægstbjóðandi skilaði ekki inn fullnægjandi gögnum. Þetta kom fram á vefsvæði Bæjarins Besta.

Vill endurskoða lög um sóknargjöld

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður allsherjanefndar og þingamður Samfylkingarinnar segir tímabært að endurskoða lög um sóknargjöld til trúfélaga og jafnframt lífsskoðunarfélaga. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur þrívegis farið þess á leit við allsherjanefnd að fá jafna stöðu á við eiginleg trúfélög í landinu.

Haglél veldur óhöppum

Haglél varð til þessa að fimm umferðaróhöpp voru með skömmu millibili síðdegis í dag á Akureyri. Að sögn lögreglu byrjaði að snjóa og gekk á með éljum sem varð til þess að hálka myndaðist fljótt á vegum sem kom ökumönnum í opna skjöldu með fyrrnefndum afleiðingum. Engin slys urðu þó á fólki.

Víða ófært

Óveður er á Hellisheiði og á Kjalarnesi en sjólaust. Svipaða sögu er að segja af Vesturlandi en á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls, Eyrarfjall og Steingrímsfjarðarheiði. Stórhríð er á Norðvesturlandi og ekkert ferðaveður, ófært á milli Blönduóss og Skagastrandar, á þverárfjalli og á milli Hofsóss og Siglufjarðar. Hálka er víða á Austurlandi , þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði og ófært um Öxi.

Fundu ólöglega stera, E-töflur og fleira

Hundrað pillur af ólöglegum sterum, tuttugu og tvær E- pillur og eitthvað af Marijúana fannst við húsleit í Keflavík í gærkvöldi. Lögreglan stöðvaði eigandann í umferðinni, vegna gruns um fíkniefnamisferli, en ekkert fannst í bílnum. Var þá gerð húsleit á heimili hans með fyrrnefndum árangri.

Féll fyrir utan veitingahús

Lögreglan í Keflavík kom manni til hjálpar, sem hafði fallið fyrir utan veitingahús og skorist í andliti þannig að það foss blæddi úr honum. Ekki var fyrr búið að gera að sárum hans á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja , en að hann var sendur í ofboði með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans í nótt,til að láta dæla upp úr honum, vegna gruns um að hann hefði gleypt einhverja ólyfjan. Þar er hann enn og er hrakförum hans að líkindum lokið.

Lögreglan aðvarar ökumenn

Lögreglumenn í Reykjavík límdu viðvörunarmiða á yfir eitt hundrað bíla í nótt, sem ekki hafa verið færðir til skoðunar eða eru með útrunnar tryggingar. Þar með er búið að líma miða á að minnstakosti 200 bíla á tveimur nóttum og verða lögreglumenn á ferðinni í sömu erindum alveg fram að helgi.

Enn haldið sofandi eftir alvarlegt umferðarslys

Stúlkunni, sem varð fyrir bíl í Garðarbæ síðegis í gær, er enn haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hennar óbreytt að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun. Ekið var á stúlkuna þegar hún var á leið yfir gangbraut á Bæjarbrautinni.

Samningur við Eykt samþykktur í bæjarstjórn Hveragerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi umdeildan samning bæjarins við verktakafyrirtækið Eykt um að það fái að byggja allt að 900 íbúðir á 80 hektara landssvæði bæjarins, án útboðs.

Íslendingum fækkar á Kárahnjúkasvæðinu

Íslendingum sem starfa við framkvæmdir við Kárahnjúka hefur fækkað á undanförnu ári. Yfirtrúnaðarmaður á svæðinu telur að vaktafyrirkomulag hjá stærsta verktakafyrirtækinu á svæðinu spili þar stóran þátt.

Dagsbrún gefur út fréttablað í Danmörku

Dagsbrún hefur ákveðið að hefja útgáfu á dagblaði í Danmörku næstkomandi haust en Dagsbrún er móðurfyrirtæki 365 prent- og ljósvakamiðla sem meðal annars rekur NFS. Blaðinu verður dreift frítt inn á öll heimili þar í landi.

Horfið frá því að sameina leikskóla?

Ekki er víst að leikskólar Vestmannaeyjabæjar verði sameinaðir eins og til stóð. Ákveðið var í skólamálaráði bæjarins í gær að leggja það til við bæjarrstjórn að frestað verði að sameina yfirstjórnir leikskóla Vestmanneyjabæjar.

Gagnrýnir vændisfrumvarp dómsmálaráðherra

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingamaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir frumvarp sem hann kynnti fyrir ríkisstjórninni í gær, þar sem hvorki kaup né sala vændis er refsiverð. Ágúst vill að kaupendum vændis verði refsað, ekki seljendum.

Haldið sofandi eftir slys í Garðabæ

Stúlkan sem ekið var á í Garðabæ nú síðdegis er haldið sofandi í öndunarvél á Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Ekið var á stúlkuna þegar hún var að ganga yfir gangbraut á Bæjarbraut síðdegis í dag. Haldið sofandi eftir slys í Garðabæ

Steingrímsfjarðarheiði ófær

Ófært er um Klettsháls, Eyrarfjall og á Steingrímsfjarðarheiði einnig er óveður í Langadal og ófært um Lágheiði. Hálka er víða á Austurlandi og þæfingur á Öxi. Óveður og ekkert ferðaveður er á leiðinni milli Djúpavogs og Víkur í Mýrdal og víða er hálka og éljagangur á Norðausturlandi.

Lenti vegna gruns um bilun í hreyfli

Þota frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag vegna gruns um bilun í hreyfli. Samkvæmt upplýsingum Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli var vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, á leiðinni frá Frankfurt vestur um haf með 77 farþega og áhöfn um borð.

Sjá næstu 50 fréttir