Innlent

Strætó á Ísafirði

Ísafjarðarbær mun ganga til samningaviðræðna við Teit Jónasson, um samgöngur innan Ísafjarðarbæjar auk leiðanna milli Ísafjarðar annars vegar og Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar hins vegar. Teitur Jónasson átti næstlægsta tilboðið en lægstbjóðandi skilaði ekki inn fullnægjandi gögnum. Þetta kom fram á vefsvæði Bæjarins Besta. Nýr samningur mun taka gildi fyrsta júní næstkomandi.

Íbúasamtök Dýrafjarðar sendu Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðar bréf nýlega þar sem þeir töldu veðurfarslega nauðsynlegt að bílar væru staðsettir á Þingeyri. Einnig var bent á að hingað til hefðu þrír Þingeyingar haft atvinnu af almenningssamgöngum hjá dýrfirska fyrirtækinu F&S hópferðum vegna leiðarinnar Ísafjörður-Þingeyri og að nauðsynlegt væri að standa vörð um þessi störf á Þingeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×