Innlent

Lögreglan aðvarar ökumenn

Lögreglumenn í Reykjavík límdu viðvörunarmiða á yfir eitt hundrað bíla í nótt, sem ekki hafa verið færðir til skoðunar eða eru með útrunnar tryggingar. Þar með er búið að líma miða á að minnstakosti 200 bíla á tveimur nóttum og verða lögreglumenn á ferðinni í sömu erindum alveg fram að helgi. Auk þessa voru númer klippt af 20 bílum, sem ekki höfðu verið færðir til skoðunar þrátt fyrir viðvaranir og frest. Að sögn lögreglu hefur verið vanrækt að færa þúsundir bíla í Reykjavík til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×