Innlent

Tímabært að endurskoða lög um sóknargjöld til trú- og lífsskoðunarfélaga

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður allsherjanefndar og þingamður Samfylkingarinnar, segir tímabært að endurskoða lög um sóknargjöld til trúfélaga og jafnframt lífsskoðunarfélaga.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur þrivegis farið þess á leit við allsherjanefnd að fá jafna stöðu á við eiginleg trúfélög í landinu. Félagið sendi allsherjanefnd fyrir stuttu, tillögu að lögum um líffskoðunarfélög og breytingar á lögum um sóknargjöld. Mál siðmennt var tekið fyrir á fundi hjá allsherjanefnd í fyrradag en félagið vill fá jafna stöðu á við eiginleg trúfélög í landinu.

Ágúst segir málið fyrst og fremst snúast um jafnræði og val hvers og eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×