Innlent

Dagsbrún gefur út fréttablað í Danmörku

Dagsbrún hefur ákveðið að hefja útgáfu á dagblaði í Danmörku næstkomandi haust. En Dagsbrún er móðurfyrirtæki 365 prent- og ljósvakamiðla sem meðal annars rekur NFS.

Blaðinu verður dreift frítt inn á öll heimili þar í landi. Þetta kemur fram á netmiðlinum Metro Expressen. Dagsbrún hefur í hyggju að byggja blaðið upp á svipaðan hátt og fyrirtækið byggði Fréttablaðið upp. Undirbúningur vegna útgáfu blaðsins er langt kominn og eins og fyrr segir er vonast til að útgáfan hefjist næsta haust.

Fyrir nokkru síðan lýsti Dagsbrún yfir áhuga á kaupum á fjölmiðlafyrirtækinu Orkla Media en það gefur út m.a blaðið Berlingske Tidende en svo virðist sem sá áhugi hafi runnið út í sandinn og stefnan tekin á eigin blaðaútgáfu í danaveldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×