Innlent

Ósakhæfur og gert að sæta öryggisgæslu

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands MYND/Vísir

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um ósakhæfi manns sem bæði hótaði og réðst á lækni vegna erfðafræðilegra rannsókna sem hann hafði gert í faðernismáli og vörðuðu hinn ákærða. Að áliti geðlæknis var maðurinn haldinn alvarlegri hugvilluröskun og var það mat staðfest af tveimur dómkvöddum matsmönnum, sem töldu brýnt að hann sætti öryggisgæslu og fengi meðferð á viðeigandi stofnun, sem varð svo niðurstaða Héraðsdóms. Maðurinn áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem féllst ekki á áfrýjunarkröfuna. Þrátt fyrir að teljast ósakhæfur var manninum gert að greiða fórnarlambinu 300 þúsund krónur í miskabætur, eða helming þeirrar upphæðar sem farið var fram á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×