Innlent

Íslendingum fækkar á Kárahnjúkasvæðinu

MYND/Kristín

Íslendingum sem starfa við framkvæmdir við Kárahnjúka hefur fækkað á undanförnu ári. Yfirtrúnaðarmaður á svæðinu telur að vaktafyrirkomulag hjá stærsta verktakafyrirtækinu á svæðinu spili þar stóran þátt.

Í kringum tíu fyrirtæki eru með starfólk á sínum vegum sem vinna að framkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Oddi Friðrikssyni, yfirtrúnaðarmanni verkalýðsfélaganna á Kárahnjúkasvæðinu, var heildarfjöldi starfsmanna þar 1.485 í lok janúar. Þar af voru Íslendingar 298. Þetta þýðir að Íslendingar voru um 20% af heildarfjölda starfsmanna.

Íslendingar á svæðinu voru í kringum 400 á síðast ári en þeim hefur því fækkað nokkuð en heildarfjöldi starfsmanna var svipaður þá og nú. Um 76% allra starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu starfa hjá Impregilo en um 5% þeirra eru Íslendingar. Hjá Fosskrafti er yfir helmingur starfsmanna Íslendingar og hjá Arnarfelli eru nær allir starfsmenn Íslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×