Innlent

Hljóta fyrstir vottun fyrir aðgengi fatlaðra að netbönkum

Sparisjóðirnir eru fyrstir banka til að hljóta vottun fyrir aðgengi fatlaðra á netbankum sínum, en verkefnið er búið að vera í þróunn í rúmt ár Heimabanki Sparisjóðanna er sá fyrsti sem er byggður sérstaklega upp með þarfir lesblindra, heyrnarlausra, hreyfihamlaðra, blindra og alvarlega sjónskertra í huga.

Heimabankinn hefur hlotið vottun bæði fyrir forgang 1 og 2 og er fyrstur heimabanka til þess að hljóta slíka vottun hérlendis. Viskiptavinir Sparisjóðanna eru um 70.000 talsins og er um helmingur þeirra daglegir notendur heimabankanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×