Innlent

Sýknaður af því að hafa birt áfengisauglýsingu

MYND/GVA
Framkvæmdastjóri HOB-vína var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa látið birta bjórauglýsingu í DV og fylgiblaði með Fréttablaðinu í desember árið 2004. Bréf frá Lýðheilsustöð til lögreglunnar í Reykjavíkur varð til þess að ákært var í málinu. Í auglýsingunni var birt mynd af Faxe-bjór, sem bæði er seldur sem venjulegur bjór og léttbjór, en hvergi var tilgreint áfengisinnihald drykkjarins. Í texta auglýsingarinnar var hins vegar setningin „Léttur öllari" og að mati dómsins var því ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að verið væri að auglýsa léttbjór.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×