Innlent

Féll fyrir utan veitingahús

Lögreglan í Keflavík kom manni til hjálpar, sem hafði fallið fyrir utan veitingahús og skorist í andliti þannig að það foss blæddi úr honum. Ekki var fyrr búið að gera að sárum hans á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja , en að hann var sendur í ofboði með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans í nótt, til að láta dæla upp úr honum, vegna gruns um að hann hefði gleypt einhverja ólyfjan. Þar er hann enn og er hrakförum hans að líkindum lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×