Innlent

Afkoma botnfiskveiða versnaði

Afkoma botnfiskveiða versnaði frá árinu 2003 til ársins 2004 en afkoma botnfiskvinnslu batnaði á sama tímabili. Þetta kemur fram í hefti Hagstofunnar, Sjávarútvegur, sem nú er komið út. Hreinn hagnaður botnfiskveiða reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð minnkaði úr 10,2% af tekjum í 7,5 prósent á meðan hagnaður af botnfiskvinnslu jókst úr 3,5% af tekjum í 4,5%. Þá vænkaðist hagur rækjuvinnslu og áfram var hagnaður af mjölvinnslu. Hins vegar var tap á rekstri loðnuskipa. Heildareignir sjávarútvegs voru 299 milljarðar króna í árslok 2004, heildarskuldir námu 209 milljörðum og eigið fé sjávarútvegs var 90 milljarðar króna. Nánari upplýsingar er að finna á vef Hagstofu Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×