Innlent

Rannsókn á morði Jóns Þórs ólokið

MYND/Carlos Henriquez

Lögreglan í El Salvador vinnur nú hörðum höndum að því að rekja slóð Jóns Þórs og Brendu sem myrt voru á hrottafenginn hátt á sunnudag til að reyna að komast að því hver ber ábyrgð á morðinu. Að því er fram kemur í DV í dag er rannsókn málsins mjög erfið vegna þess að glæpaklíkan sem grunuð er um morðið fylgist grannt með rannsókninni og hefur í hótunum við vitni. Eitt af því sem verið er að athuga nú er hvort skothylki sem fundust á staðnum passi við skothylki sem fundist hafa á vettvangi glæpa af svipuðu tagi. Það getur þó tekið langan tíma því meira en eittþúsund morð voru framin í El Salvador í fyrra og eru flest þeirra óupplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×