Innlent

Oddvitar keppa í körfubolta

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir mætast í Laugardalshöll í dag til að taka þátt í körfuboltaskotkeppni. Keppnin gengur út á að það reyna að slá andstæðinginn út. Þeir sem hitta í körfuna af þriggja metra línunni fá hundrað þúsund króna verðlaun sem þeir geta ráðstafað til þeirra málefna sem þeir vilja styrkja. Fær hver frambjóðandi tvær tilraunir til að hitta af þriggja metra línunni. Svo virðist sem stjórnmálamennirnir taki keppnina mjög alvarlega því fregnir herma að Vilhjálmur hafi æft stíft undanfarna daga í ónefndu íþróttahúsi í Breiðholti. Dagur hefur víst sótt varnarnámskeið hjá Pétri Guðmundssyni, fyrrum LA Lakers stjörnu. Þessar fregnir renna stoðum undir það að þeir tveir muni etja kappi í svokölluðum „götubolta" þar sem allt er leyfilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×