Innlent

Ófært víða um land

Ekkert flug hefur verið frá Reykjavík til Akureyrar og Ísafjarðar í morgun vegna óveðurs á þeim stöðum. Víða hefur verið ófært norðvestanlands vegna snjókomu eða blindandi skafrennings, og af þeim sökum hefur skólahaldi verið aflýst í mörgum skólum á svæðinu.

Ekki er vitað um slys sem rekja mætti til óveðursins, en víða varð þæfingsfærð í þéttbýli í morgun.Sumstaðar hefur verið svo mikið kóf að ökumenn hafa hvorki komist lönd né strönd þótt vegirnir hafi verið nánast snjólausir.Helstu fjallvegir Vestfjörðum eru ófærir vegna snjóa og um tíma í morgun var aðalleiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar ófær á köflum og hefur óveðrið teygt sig út á Snæfellsnes. Vegagerðarmenn hafa víða haldið að sér höndum vegna veðurs en mokstur hefst um leið og aðstæður leyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×