Fleiri fréttir Ætla að einbeita sér að verslunarrekstri Forstjóri Dags Group segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að verslunarrekstri. En gengið hefur verið frá kaupum Dagsbrúnar á fyrirtækinu Senu. 6.2.2006 23:16 Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. 6.2.2006 22:45 Bað Ögmund að gæta orða sinna Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. 6.2.2006 22:30 170 þúsund flugsæti á mánuði Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar. Tvö ný flugfélög fljúga til landsins næsta sumar. 6.2.2006 22:15 Launakostnaður í fiskvinnslu 23 sinnum hærri hér en í Kína Tuttugu og þrír kínverskir fiskvinnslustarfsmenn þiggja samanlagt jafnhá laun og einn starfsmaður í fiski á Dalvík. Launakostnaður í fiskvinnslu er með öðrum orðum orðinn tuttugu og þrisvar sinnum hærri á Íslandi en í Kína. 6.2.2006 21:45 Vegið sé að námsmönnum með því að afnema fæðingarstyrk til maka Sérfræðingur í norrænum málum telur vegið að námsmönnum í Danmörku með því að afnema rétt maka námsmanna erlendis til fæðingarstyrks frá Íslandi. Í bæði Noregi og Svíþjóð er heimavinnandi fólki greitt fæðingarorlof. Starfsfólk Tryggingastofnunar fer þvert gegn félagsmálaráðuneytinu með því að benda fólki á að brjóta lögheimilisskilyrði laganna. 6.2.2006 21:30 Líkur á að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. 6.2.2006 21:00 Dagsbrún skilar 700 milljóna króna hagnaði Dagsbrún, sem á 365 miðla og þar með NFS, keypti í dag allt hlutafé Senu. Ársuppgjör félagsins var einnig birt í dag en samkvæmt því skilaði Dagsbrún liðlega 700 milljóna króna hagnaði eftir skatta. 6.2.2006 20:30 Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. 6.2.2006 20:28 Margmiðlunartækni í landnámsbæ Margmiðlunartækni verður notuð til hins ítrasta þegar landnámsbærinn í Hótel Reykjavík Centrum verður opnaður almenningi í maí. Meðal annars má sjá landnámsmenn ganga um og rota geirfugla sér til matar. Ekki er ólíklegt að Ingólfur Arnarson hafi verið meðal þeirra. 6.2.2006 20:15 Borgarstjóri veitir hópnum Samferða viðurkenningu Hópurinn Samferða hlaut í dag viðurkenningu fyrir gott gegni myndarinnar "Þröng sýn". Það var borgarstjórinn í Reykjavík sem veitti hópnum viðurkenninguna. Á dögunum vann kvikmyndin Þröng sýn verðlaun Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins "Eusopian Youth awards" í flokknum "Barátta gegn kynþáttahatri og fordómum". Kvikmyndin var valin úr um tólf þúsund verkum sem bárust keppninni og veitti Guðmundur Arnar Guðmundsson, annar leikstjóri myndarinnar verðlaununum viðtöku á dögunum. Eins var myndin tilnefnd til Eddu- verðlauna á síðustu Eddu hátíð í flokki stuttmynda og hlaut fyrstu verðlaun í flokknum "Ný form" á alþjóðlegu stúdentakvikmyndahátíðinni í Karlov Vary í Tékklandi. Af þessu tilefni veitti Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hópnum Samferða viðurkenningu í Hinu húsinu í dag en meðleikstjóri Guðmundar er Þórgnýr Thoroddsen. 6.2.2006 20:00 Rafmagns- og heitavatnslaust um tíma í Grafarvogi Rafmagns- og heitavatnslaust varð í stórum hluta Grafarvogs fyrr í kvöld. Háspennustrengur við Víkurveg var grafinn í sundur um hálfsexleytið með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í syðri hluta Grafarvogs og á Höfðum. Viðgerð lauk tæpri klukkustund síðar en þá fór heita vatnið af. 6.2.2006 19:54 Fær ekki greidda tryggingu vegna fjölskyldusögu Kona á fimmtugsaldri, sem sótti um sjúkdómatryggingu hjá KB líf, fær ekki greidda tryggingu ef hún greinist með MS þar sem móðir hennar hefur strítt við sjúkdóminn. Formaður samtaka MS-sjúklinga segir þetta hneyksli. Það sé nógu sárt að glíma við ólæknandi sjúkdóm, þótt manns nánustu sé ekki refsað fyrir það. 6.2.2006 19:45 Fasteignamarkaðurinn að taka við sér eftir áramót Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir áramótin því gengið var frá 180 kaupsamningumí síðustu viku. Það er töluvert meira en meðaltal síðustu fjögurra vikna samkvæmt hálffimmfréttum KB banka, en 123 kaupsamningum hefur verið þinglýst á viku síðastliðnar fjórar vikur. 6.2.2006 18:45 Samþykkja að nýta sér heimildir til launahækkana Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbær hafa samþykkt að nýta sér þær heimildir sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti fyrir rúmri viku til tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net. 6.2.2006 18:30 Banaslys við Stjörnugróf Banaslys varð við Stjörnugróf um klukkan hálf fimm í dag. Maður á sjötugsaldri var við vinnu undir vörubíl þegar tengivagn bílsins rann til og hafnaði ofan á manninum með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 6.2.2006 18:10 Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 1,2 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 1,2 milljarða króna í janúarmánuði og nam hann 68,5 milljörðum króna í lok mánaðarins. Aukning gjaldeyrisforðans er tilkomin vegna reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði. 6.2.2006 18:00 Myndlistaskólinn í Reykjavík fékk hæsta styrkinn Menntaráð Reykjavíkur úthlutaði í dag styrkjum til fræðslu- og þróunarverkefna fyrir næsta skólaár. Alls námu styrkirnir sjötíu milljónum króna. Lögð var áhersla á verkefni sem tengjast samstarfi leik- og grunnskóla, kennslu bráðgerra barna og ensku- og íslenskukennslu fyrir nýbúabörn. Alls hlutu áttatíu og sex skólar styrk, misháa þó, og hlaut Myndlistaskólinn í Reykjavík hæsta styrkinn að uppghæð tíu milljónir og fjögurhundruð þúsund krónur til styrktar myndlistarnáms grunnskólanemenda í Reykjavík. Þá hlutu sex tónlistarskólar styrk en það er í fyrsta sinn tónlistarskólar hljóta styrk frá menntaráði. 6.2.2006 17:45 Skipar verkefnisstjórn vegna búsetumála geðfatlaðra Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að hafa umsjón með uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja milljarði króna af söluandvirði Símans til verkefnisins. 6.2.2006 17:29 Náði ekki tilætluðum árangri og hættir því "Ég náði ekki tilætluðum árangri og þess vegna tók ég ákvörðun um að vera ekki með á listanum," segir Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, um ástæðu þess að hún tekur ekki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún bauð sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins en endaði í 2. sæti. 6.2.2006 17:21 Telja að sá markaður sem Sena er á eigi eftir að vaxa Dagsbrún hefur keypt allt hlutafé í útgáfufyrirtækinu Senu. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, þrjú kvikmyndahús, tónlistarveitan tonlist.is og fleira. Greitt er fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljónum í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún. Sena er útgáfuhluti gömlu Skífunnar en Róbert keypti Skífuna af Norðurljósum árið 2004. Bréf í Dagsbrún hafa hækkað um tæp 3% í dag. 6.2.2006 17:03 Leikskólakennarar farnir að draga uppsagnir til baka Leikskólakennarar í Reykjavík eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að borgarráð samþykkti að hækka laun þeirra í samræmi við tillögur launanefndar sveitarfélaga. 6.2.2006 16:32 Útgáfufyrirtækið Sena selt Róber Melax eigandi Dags Group hefur ákveðið að selja útgáfufyrirtækið Senu. Samkvæmt heimildum NFS er það Dagsbrún sem kaupir Senu. Sena er stærsti útgáfuaðili tónlistar á Íslandi og rekur meðal annars þrjú kvikmyndahús. Sena er útgáfuhluti gömlu Skífunnar en Róbert keypti Skífuna af Norðurljósum árið 2004. 6.2.2006 16:13 Kostnaður við mötuneyti um 580 milljónir á ári Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við matvæli í mötuneytum grunnskóla borgarinnar sé um 410 milljónir króna á ári og annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta sé um 170 milljónir. Kostnaðurinn við mötuneytin er því samtals um 580 milljónir króna. 6.2.2006 16:00 Varað við fljúgandi hálku á Öxnadalsheiði Lögreglan á Akureyri varar við fljúgandi hálku á Öxnadalsheiði. Að sögn lögreglunnar hafa þó engin óhöpp orðið í dag en hún segir að við þeim hafi legið í nokkrum tilvikum. Hálkan mun vera mjög lúmsk og eru ökumenn hvattir til að fara sér hægt og gæta fyllstu varúðar. 6.2.2006 15:54 Náttúrufræðingar semja við borgina Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur samið við Reykjavíkurborg um kaup og kjör um fimmtíu félagsmanna sinna sem starfa hjá borginni. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og gildir út október 2008. 6.2.2006 15:31 Tveggja mánaða fangelsi fyrir áfengisstuld Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann á sextugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar þar sem annar mánuðurinn er skilorðsbundin til tveggja ára fyrir fjársvik og þjófnað tengdu áfengi. 6.2.2006 15:00 Nokkur afskipti af ökumönnum vegna hraðaksturs Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af 45 ökumönnum í síðustu viku vegna umferðarlagabrota. 28 Ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og þrír vegna gruns um ölvun við akstur. Hraðamælingar voru gerðar í íbúðahverfum og voru þrír ökumenn stöðvaðir í tengslum við hraðakstur þar. 6.2.2006 14:03 Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum varðandi fíkniefnamisferli Lögreglan á Ísafirði hyggst auka eftirlit með aðilum sem grunaðir eru um meðferð fíkniefna. Almenningur er hvattur til að hafa samband við lögregluyfirvöld ef einhver grunur kviknar um meðhöndlun fíkniefna eða annað fíkniefnamisferli og þeim er heitið nafleynd sem til hennar leitar með upplýsingar. Þá er einnig ráðgert að auka eftirlit með ætluðum útivistarreglubrotum unglinga og meintri ölvun. 6.2.2006 13:11 Lögregla hefur afskipti af ökumönnum á torfærutækjum Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af nokkrum ökumönnum torfærutækja og vélhjóla í síðustu viku. Ökumennirnir reyndust ekki hafa ökuréttindi til akstursins og þar að auki þá voru torfærutækin og vélhjólin ekki skráð og því ekki með skráninganúmer. 6.2.2006 13:00 Anna Kristinsdóttir ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Anna Kristinsdóttir hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir stundu. Yfirlýsing Að loknu prófkjöri framsóknarmanna sem fram fór 28. janúar sl. vegna komandi borgarstjórnarkosninga ákvað ég að taka mér tíma til að ígrunda niðurstöðuna og mína stöðu. Það er engin launung á því að niðurstöður prófkjörsins urðu mér vonbrigði enda hafði ég stefnt á og óskað eftir stuðningi í fyrsta sæti listans. Ég hef undanfarin tæp fjögur ár sem borgarfulltrúi lagt mig fram við að vinna af heilindum og samviskusemi að málefnum Reykjavíkurlistans sem Framsóknarflokkurinn hefur verið hryggsúlan í. Niðurstöður prófkjörsins eru hinsvegar skýrar og hef ég í framhaldi af því ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum heldur snúa mér að öðrum verkefnum. Um leið og ég tilkynni þetta vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér stuðning í prófkjörinu og óska jafnframt meðframbjóðendum mínum velfarnaðar. Reykjavík, 6. febrúar 2006 Anna Kristinsdóttir 6.2.2006 12:45 Samþykkt að nýta sér heimildir til launahækkunar Bæjarráð Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar hafa samþykkt að nýta sér heimildir sem samþykktar voru af Launanefnd sveitafélaga 28. janúar síðastliðinn. Um er að ræða tímabundnar launagreiðslur umfram gildandi kjarasamninga við stéttafélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. 6.2.2006 12:30 Eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í Leifstöð Enginn hefur verið handtekinn til viðbótar við karl og konu á þrítugsaldri sem voru handtekin í Leifsstöð við komu frá París á föstudag, eftir að um það bil fjögur kíló af amfetamíni fundust í farangri þeirra. 6.2.2006 12:15 Skilmálar borgarinnar vegna lóðaúthlutunar óviðfelldnar Skilmálar borgarinnar vegna lóðaúthlutunar fyrir einbýli og parhúsalóðir við Úlfarsfell eru óviðfelldnar og henta betur þeim efnameiri segir Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. 6.2.2006 12:12 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði aðskilin Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði alveg aðskilin frá starfssemi Varnarliðsins, þótt hún tæki við af þyrlusveit þess. Engin knýjandi þörf væri að flytja hana frá Reykjavík til Keflavíkur, ef til yfirtökunnar kæmi. 6.2.2006 12:00 60 teknir fyrir of hraðan akstur Tæplega 60 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Einn ökumaðu rmældist á rúmlega 130 km hraða en hann var á pallbíl og samkvæmt lögum má hann ekki keyra hraðar en á 80 km hraða. Hann á von á hárri sekt vegna athæfisins eða um 40 þúsund króna sekt. Greiði hann innan mánaðar lækkar sektin um 10 þúsund krónur. 6.2.2006 11:28 Lyfjafræðideild HÍ með bestu skil á einkunnum Skrifstofustjórar og deildarforsetar lyfjafræðideildar, viðskipta- og hagfræðideildar og verkfræðideildar við Háskóla Íslands, fengu á föstudag afhentar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu við einkunnaskil. Viðurkenningarnar koma frá fulltrúum stúdenta við Háskóla Íslands en það hefur lengi verið baráttumál stúdenta að einkunnaskil séu innan þeirra marka sem lög og reglur skólans kveða á um. 6.2.2006 10:42 Heimsafli á grásleppu minnkar um fjórðung á milli ára Heimsafli á grásleppu minnkaði um fjórðung frá árinu 2004 til 2005. Þetta kom fram á fundi fulltrúa veiðimanna og framleiðenda grásleppukavíars, LUROMA, sem haldin var í London í síðustu viku. Grásleppuhrogn voru verkuð í rúmlega 32. þúsund tunnur á síðasta ári sem er um 10 þúsund tunnum minna en árið 2004. 6.2.2006 10:34 Harður árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð í gær á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar í Keflavík. Þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að beita þurfti klippum til að ná ökumanni annarrar bifreiðarinnar lausum. 6.2.2006 10:24 Bæjarstjórnarfulltrúum boðið á kynningu í leikskólum Félag leikskólakennara í Vestmannaeyjum hefur boðið fulltrúum úr bæjarstjórn, fræðslufulltrúa og formanni fræðslu- og menningarráðs að koma og kynna sér starfið á leikskólum bæjarins. Kynningin verður 14. febrúar næstkomandi og mun standa yfir í fjóra tíma. 6.2.2006 09:59 Mikill áhugi fyrir sjóstangveiði Mikill áhugi virðist verða á sjóstangveiðiferðum hjá vestfirska fyrirtækinu Fjord fishing en nú þegar hafa um 800 manns bókað í sjóstangsveiðir í sumar. Von er á fyrstu hópunum til Tálknafjarðar í apríl en til Súðavíkur í maí. 6.2.2006 09:39 Gistinóttum í desember fjölgar um rúm 13% á milli ára Gistinótum á hótelum í desember fjölgaði um rúm 13% í fyrra miðað við í desember árið 2004. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum 14% en gistinóttum fækkaði á Norðurlandi og á Austurlandi. 6.2.2006 09:28 Mikil hálka á Snæfellsnesi Vegagerðin varar við mikilli hálku á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Hálka er víða um land, einkum á heiðum. Þá er nokkur éljagangur á Norðurlandi. 6.2.2006 07:56 Ferðir eingöngu fyrir barnlaus pör Danska ferðaskirfstofan Star tours býður nú fyrst allra danskra ferðaskrifstofa ferðir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir barnlaust fólk. Fyrirkomulagið kallast Bláu pörin eða blue couples og er einungis fyrir barnlaus pör eða vini. Hótelin liggja alltaf nálægt ströndinni, sundlaug er á öllum hótelum og allir fá drykk við komu þangað. Eitt er þó öðruvísi, engir barnaklúbbar eru á umræddum hótelum svo lítið fer fyrir börnunum. 6.2.2006 07:35 Þrjár bílveltur í gær og í nótt Sex manns sluppu ótrúlega vel úr þremur veltum í gærkvöldi og nótt, en tveir bílanna eru gjör ónýtir. Fyrst valt bíll úr af veginum í Súgandafirði í gærkvöldi og fór nokkrar veltur inn á túnið við bæinn Botn. Þrjú ungmenni sem voru í bílnum tognuðu eitthvað og mörðust og dvöldu á sjúkrahúsinu á Ísafirði í nótt til rannsóknar. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná tveimur út úr flakinu. 6.2.2006 07:25 Sjá næstu 50 fréttir
Ætla að einbeita sér að verslunarrekstri Forstjóri Dags Group segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að verslunarrekstri. En gengið hefur verið frá kaupum Dagsbrúnar á fyrirtækinu Senu. 6.2.2006 23:16
Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. 6.2.2006 22:45
Bað Ögmund að gæta orða sinna Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. 6.2.2006 22:30
170 þúsund flugsæti á mánuði Hátt í 170 þúsund flugsæti í áætlunarflugi eru í boði til og frá Íslandi í hverjum mánuði í sumar. Tvö ný flugfélög fljúga til landsins næsta sumar. 6.2.2006 22:15
Launakostnaður í fiskvinnslu 23 sinnum hærri hér en í Kína Tuttugu og þrír kínverskir fiskvinnslustarfsmenn þiggja samanlagt jafnhá laun og einn starfsmaður í fiski á Dalvík. Launakostnaður í fiskvinnslu er með öðrum orðum orðinn tuttugu og þrisvar sinnum hærri á Íslandi en í Kína. 6.2.2006 21:45
Vegið sé að námsmönnum með því að afnema fæðingarstyrk til maka Sérfræðingur í norrænum málum telur vegið að námsmönnum í Danmörku með því að afnema rétt maka námsmanna erlendis til fæðingarstyrks frá Íslandi. Í bæði Noregi og Svíþjóð er heimavinnandi fólki greitt fæðingarorlof. Starfsfólk Tryggingastofnunar fer þvert gegn félagsmálaráðuneytinu með því að benda fólki á að brjóta lögheimilisskilyrði laganna. 6.2.2006 21:30
Líkur á að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. 6.2.2006 21:00
Dagsbrún skilar 700 milljóna króna hagnaði Dagsbrún, sem á 365 miðla og þar með NFS, keypti í dag allt hlutafé Senu. Ársuppgjör félagsins var einnig birt í dag en samkvæmt því skilaði Dagsbrún liðlega 700 milljóna króna hagnaði eftir skatta. 6.2.2006 20:30
Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. 6.2.2006 20:28
Margmiðlunartækni í landnámsbæ Margmiðlunartækni verður notuð til hins ítrasta þegar landnámsbærinn í Hótel Reykjavík Centrum verður opnaður almenningi í maí. Meðal annars má sjá landnámsmenn ganga um og rota geirfugla sér til matar. Ekki er ólíklegt að Ingólfur Arnarson hafi verið meðal þeirra. 6.2.2006 20:15
Borgarstjóri veitir hópnum Samferða viðurkenningu Hópurinn Samferða hlaut í dag viðurkenningu fyrir gott gegni myndarinnar "Þröng sýn". Það var borgarstjórinn í Reykjavík sem veitti hópnum viðurkenninguna. Á dögunum vann kvikmyndin Þröng sýn verðlaun Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins "Eusopian Youth awards" í flokknum "Barátta gegn kynþáttahatri og fordómum". Kvikmyndin var valin úr um tólf þúsund verkum sem bárust keppninni og veitti Guðmundur Arnar Guðmundsson, annar leikstjóri myndarinnar verðlaununum viðtöku á dögunum. Eins var myndin tilnefnd til Eddu- verðlauna á síðustu Eddu hátíð í flokki stuttmynda og hlaut fyrstu verðlaun í flokknum "Ný form" á alþjóðlegu stúdentakvikmyndahátíðinni í Karlov Vary í Tékklandi. Af þessu tilefni veitti Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hópnum Samferða viðurkenningu í Hinu húsinu í dag en meðleikstjóri Guðmundar er Þórgnýr Thoroddsen. 6.2.2006 20:00
Rafmagns- og heitavatnslaust um tíma í Grafarvogi Rafmagns- og heitavatnslaust varð í stórum hluta Grafarvogs fyrr í kvöld. Háspennustrengur við Víkurveg var grafinn í sundur um hálfsexleytið með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í syðri hluta Grafarvogs og á Höfðum. Viðgerð lauk tæpri klukkustund síðar en þá fór heita vatnið af. 6.2.2006 19:54
Fær ekki greidda tryggingu vegna fjölskyldusögu Kona á fimmtugsaldri, sem sótti um sjúkdómatryggingu hjá KB líf, fær ekki greidda tryggingu ef hún greinist með MS þar sem móðir hennar hefur strítt við sjúkdóminn. Formaður samtaka MS-sjúklinga segir þetta hneyksli. Það sé nógu sárt að glíma við ólæknandi sjúkdóm, þótt manns nánustu sé ekki refsað fyrir það. 6.2.2006 19:45
Fasteignamarkaðurinn að taka við sér eftir áramót Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir áramótin því gengið var frá 180 kaupsamningumí síðustu viku. Það er töluvert meira en meðaltal síðustu fjögurra vikna samkvæmt hálffimmfréttum KB banka, en 123 kaupsamningum hefur verið þinglýst á viku síðastliðnar fjórar vikur. 6.2.2006 18:45
Samþykkja að nýta sér heimildir til launahækkana Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbær hafa samþykkt að nýta sér þær heimildir sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti fyrir rúmri viku til tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net. 6.2.2006 18:30
Banaslys við Stjörnugróf Banaslys varð við Stjörnugróf um klukkan hálf fimm í dag. Maður á sjötugsaldri var við vinnu undir vörubíl þegar tengivagn bílsins rann til og hafnaði ofan á manninum með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 6.2.2006 18:10
Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 1,2 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 1,2 milljarða króna í janúarmánuði og nam hann 68,5 milljörðum króna í lok mánaðarins. Aukning gjaldeyrisforðans er tilkomin vegna reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði. 6.2.2006 18:00
Myndlistaskólinn í Reykjavík fékk hæsta styrkinn Menntaráð Reykjavíkur úthlutaði í dag styrkjum til fræðslu- og þróunarverkefna fyrir næsta skólaár. Alls námu styrkirnir sjötíu milljónum króna. Lögð var áhersla á verkefni sem tengjast samstarfi leik- og grunnskóla, kennslu bráðgerra barna og ensku- og íslenskukennslu fyrir nýbúabörn. Alls hlutu áttatíu og sex skólar styrk, misháa þó, og hlaut Myndlistaskólinn í Reykjavík hæsta styrkinn að uppghæð tíu milljónir og fjögurhundruð þúsund krónur til styrktar myndlistarnáms grunnskólanemenda í Reykjavík. Þá hlutu sex tónlistarskólar styrk en það er í fyrsta sinn tónlistarskólar hljóta styrk frá menntaráði. 6.2.2006 17:45
Skipar verkefnisstjórn vegna búsetumála geðfatlaðra Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að hafa umsjón með uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja milljarði króna af söluandvirði Símans til verkefnisins. 6.2.2006 17:29
Náði ekki tilætluðum árangri og hættir því "Ég náði ekki tilætluðum árangri og þess vegna tók ég ákvörðun um að vera ekki með á listanum," segir Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, um ástæðu þess að hún tekur ekki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún bauð sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins en endaði í 2. sæti. 6.2.2006 17:21
Telja að sá markaður sem Sena er á eigi eftir að vaxa Dagsbrún hefur keypt allt hlutafé í útgáfufyrirtækinu Senu. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, þrjú kvikmyndahús, tónlistarveitan tonlist.is og fleira. Greitt er fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljónum í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún. Sena er útgáfuhluti gömlu Skífunnar en Róbert keypti Skífuna af Norðurljósum árið 2004. Bréf í Dagsbrún hafa hækkað um tæp 3% í dag. 6.2.2006 17:03
Leikskólakennarar farnir að draga uppsagnir til baka Leikskólakennarar í Reykjavík eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að borgarráð samþykkti að hækka laun þeirra í samræmi við tillögur launanefndar sveitarfélaga. 6.2.2006 16:32
Útgáfufyrirtækið Sena selt Róber Melax eigandi Dags Group hefur ákveðið að selja útgáfufyrirtækið Senu. Samkvæmt heimildum NFS er það Dagsbrún sem kaupir Senu. Sena er stærsti útgáfuaðili tónlistar á Íslandi og rekur meðal annars þrjú kvikmyndahús. Sena er útgáfuhluti gömlu Skífunnar en Róbert keypti Skífuna af Norðurljósum árið 2004. 6.2.2006 16:13
Kostnaður við mötuneyti um 580 milljónir á ári Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við matvæli í mötuneytum grunnskóla borgarinnar sé um 410 milljónir króna á ári og annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta sé um 170 milljónir. Kostnaðurinn við mötuneytin er því samtals um 580 milljónir króna. 6.2.2006 16:00
Varað við fljúgandi hálku á Öxnadalsheiði Lögreglan á Akureyri varar við fljúgandi hálku á Öxnadalsheiði. Að sögn lögreglunnar hafa þó engin óhöpp orðið í dag en hún segir að við þeim hafi legið í nokkrum tilvikum. Hálkan mun vera mjög lúmsk og eru ökumenn hvattir til að fara sér hægt og gæta fyllstu varúðar. 6.2.2006 15:54
Náttúrufræðingar semja við borgina Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur samið við Reykjavíkurborg um kaup og kjör um fimmtíu félagsmanna sinna sem starfa hjá borginni. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og gildir út október 2008. 6.2.2006 15:31
Tveggja mánaða fangelsi fyrir áfengisstuld Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann á sextugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar þar sem annar mánuðurinn er skilorðsbundin til tveggja ára fyrir fjársvik og þjófnað tengdu áfengi. 6.2.2006 15:00
Nokkur afskipti af ökumönnum vegna hraðaksturs Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af 45 ökumönnum í síðustu viku vegna umferðarlagabrota. 28 Ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og þrír vegna gruns um ölvun við akstur. Hraðamælingar voru gerðar í íbúðahverfum og voru þrír ökumenn stöðvaðir í tengslum við hraðakstur þar. 6.2.2006 14:03
Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum varðandi fíkniefnamisferli Lögreglan á Ísafirði hyggst auka eftirlit með aðilum sem grunaðir eru um meðferð fíkniefna. Almenningur er hvattur til að hafa samband við lögregluyfirvöld ef einhver grunur kviknar um meðhöndlun fíkniefna eða annað fíkniefnamisferli og þeim er heitið nafleynd sem til hennar leitar með upplýsingar. Þá er einnig ráðgert að auka eftirlit með ætluðum útivistarreglubrotum unglinga og meintri ölvun. 6.2.2006 13:11
Lögregla hefur afskipti af ökumönnum á torfærutækjum Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af nokkrum ökumönnum torfærutækja og vélhjóla í síðustu viku. Ökumennirnir reyndust ekki hafa ökuréttindi til akstursins og þar að auki þá voru torfærutækin og vélhjólin ekki skráð og því ekki með skráninganúmer. 6.2.2006 13:00
Anna Kristinsdóttir ekki sæti á lista Framsóknarflokksins Anna Kristinsdóttir hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir stundu. Yfirlýsing Að loknu prófkjöri framsóknarmanna sem fram fór 28. janúar sl. vegna komandi borgarstjórnarkosninga ákvað ég að taka mér tíma til að ígrunda niðurstöðuna og mína stöðu. Það er engin launung á því að niðurstöður prófkjörsins urðu mér vonbrigði enda hafði ég stefnt á og óskað eftir stuðningi í fyrsta sæti listans. Ég hef undanfarin tæp fjögur ár sem borgarfulltrúi lagt mig fram við að vinna af heilindum og samviskusemi að málefnum Reykjavíkurlistans sem Framsóknarflokkurinn hefur verið hryggsúlan í. Niðurstöður prófkjörsins eru hinsvegar skýrar og hef ég í framhaldi af því ákveðið að taka ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum heldur snúa mér að öðrum verkefnum. Um leið og ég tilkynni þetta vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér stuðning í prófkjörinu og óska jafnframt meðframbjóðendum mínum velfarnaðar. Reykjavík, 6. febrúar 2006 Anna Kristinsdóttir 6.2.2006 12:45
Samþykkt að nýta sér heimildir til launahækkunar Bæjarráð Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar hafa samþykkt að nýta sér heimildir sem samþykktar voru af Launanefnd sveitafélaga 28. janúar síðastliðinn. Um er að ræða tímabundnar launagreiðslur umfram gildandi kjarasamninga við stéttafélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. 6.2.2006 12:30
Eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í Leifstöð Enginn hefur verið handtekinn til viðbótar við karl og konu á þrítugsaldri sem voru handtekin í Leifsstöð við komu frá París á föstudag, eftir að um það bil fjögur kíló af amfetamíni fundust í farangri þeirra. 6.2.2006 12:15
Skilmálar borgarinnar vegna lóðaúthlutunar óviðfelldnar Skilmálar borgarinnar vegna lóðaúthlutunar fyrir einbýli og parhúsalóðir við Úlfarsfell eru óviðfelldnar og henta betur þeim efnameiri segir Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. 6.2.2006 12:12
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði aðskilin Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði alveg aðskilin frá starfssemi Varnarliðsins, þótt hún tæki við af þyrlusveit þess. Engin knýjandi þörf væri að flytja hana frá Reykjavík til Keflavíkur, ef til yfirtökunnar kæmi. 6.2.2006 12:00
60 teknir fyrir of hraðan akstur Tæplega 60 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Einn ökumaðu rmældist á rúmlega 130 km hraða en hann var á pallbíl og samkvæmt lögum má hann ekki keyra hraðar en á 80 km hraða. Hann á von á hárri sekt vegna athæfisins eða um 40 þúsund króna sekt. Greiði hann innan mánaðar lækkar sektin um 10 þúsund krónur. 6.2.2006 11:28
Lyfjafræðideild HÍ með bestu skil á einkunnum Skrifstofustjórar og deildarforsetar lyfjafræðideildar, viðskipta- og hagfræðideildar og verkfræðideildar við Háskóla Íslands, fengu á föstudag afhentar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu við einkunnaskil. Viðurkenningarnar koma frá fulltrúum stúdenta við Háskóla Íslands en það hefur lengi verið baráttumál stúdenta að einkunnaskil séu innan þeirra marka sem lög og reglur skólans kveða á um. 6.2.2006 10:42
Heimsafli á grásleppu minnkar um fjórðung á milli ára Heimsafli á grásleppu minnkaði um fjórðung frá árinu 2004 til 2005. Þetta kom fram á fundi fulltrúa veiðimanna og framleiðenda grásleppukavíars, LUROMA, sem haldin var í London í síðustu viku. Grásleppuhrogn voru verkuð í rúmlega 32. þúsund tunnur á síðasta ári sem er um 10 þúsund tunnum minna en árið 2004. 6.2.2006 10:34
Harður árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð í gær á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar í Keflavík. Þar skullu saman tvær bifreiðar með þeim afleiðingum að beita þurfti klippum til að ná ökumanni annarrar bifreiðarinnar lausum. 6.2.2006 10:24
Bæjarstjórnarfulltrúum boðið á kynningu í leikskólum Félag leikskólakennara í Vestmannaeyjum hefur boðið fulltrúum úr bæjarstjórn, fræðslufulltrúa og formanni fræðslu- og menningarráðs að koma og kynna sér starfið á leikskólum bæjarins. Kynningin verður 14. febrúar næstkomandi og mun standa yfir í fjóra tíma. 6.2.2006 09:59
Mikill áhugi fyrir sjóstangveiði Mikill áhugi virðist verða á sjóstangveiðiferðum hjá vestfirska fyrirtækinu Fjord fishing en nú þegar hafa um 800 manns bókað í sjóstangsveiðir í sumar. Von er á fyrstu hópunum til Tálknafjarðar í apríl en til Súðavíkur í maí. 6.2.2006 09:39
Gistinóttum í desember fjölgar um rúm 13% á milli ára Gistinótum á hótelum í desember fjölgaði um rúm 13% í fyrra miðað við í desember árið 2004. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum 14% en gistinóttum fækkaði á Norðurlandi og á Austurlandi. 6.2.2006 09:28
Mikil hálka á Snæfellsnesi Vegagerðin varar við mikilli hálku á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Hálka er víða um land, einkum á heiðum. Þá er nokkur éljagangur á Norðurlandi. 6.2.2006 07:56
Ferðir eingöngu fyrir barnlaus pör Danska ferðaskirfstofan Star tours býður nú fyrst allra danskra ferðaskrifstofa ferðir sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir barnlaust fólk. Fyrirkomulagið kallast Bláu pörin eða blue couples og er einungis fyrir barnlaus pör eða vini. Hótelin liggja alltaf nálægt ströndinni, sundlaug er á öllum hótelum og allir fá drykk við komu þangað. Eitt er þó öðruvísi, engir barnaklúbbar eru á umræddum hótelum svo lítið fer fyrir börnunum. 6.2.2006 07:35
Þrjár bílveltur í gær og í nótt Sex manns sluppu ótrúlega vel úr þremur veltum í gærkvöldi og nótt, en tveir bílanna eru gjör ónýtir. Fyrst valt bíll úr af veginum í Súgandafirði í gærkvöldi og fór nokkrar veltur inn á túnið við bæinn Botn. Þrjú ungmenni sem voru í bílnum tognuðu eitthvað og mörðust og dvöldu á sjúkrahúsinu á Ísafirði í nótt til rannsóknar. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná tveimur út úr flakinu. 6.2.2006 07:25