Innlent

Nokkur afskipti af ökumönnum vegna hraðaksturs

Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af 45 ökumönnum í síðustu viku vegna umferðarlagabrota. 28 Ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og þrír vegna gruns um ölvun við akstur. Hraðamælingar voru gerðar í íbúðahverfum og voru þrír ökumenn stöðvaðir í tengslum við hraðakstur þar. Einn ökumaður mældist á 94 km hraða við Arnarnesveg þar sem hámarkshraði er 60 km. Níu umferðaróhöpp vory tilkynnt um helgina en þau reyndust ökk slysalaus. Þá komu þrjú fíkniefnamál til kasta lögreglu um liðna helgi og málin teljast upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×