Innlent

Mikill áhugi fyrir sjóstangveiði

Mynd/Vísir
M ikill áhugi virðist verða á sjóstangveiðiferðum hjá vestfirska fyrirtækinu Fjord fishing en nú þegar hafa um 800 manns bókað í sjóstangsveiðir í sumar. Von er á fyrstu hópunum til Tálknafjarðar í apríl en til Súðavíkur í maí. Sjóstangveiðimenn munu gista í sumarhúsum á Tálknafirði sem voru sérstaklega reist fyrir stjóstangveiðimenn en gistiaðstaða í sumar er nánast öll upppöntuð. Fyrirtækið Fjord Fishing ehf. var stofnað síðastliðið sumar en það eru sveitafélagin Tálknafjörður, Vesturbyggð, Bolungarvík og Súðavíkurrheppur, ásamt fyrirtækjunum Angelreisen og Iceland Pro Travel sem standa að fyrritækinu.

Fréttavefurinn Bæjarins Besta á Ísafirði greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×