Innlent

Ætla að einbeita sér að verslunarrekstri

Forstjóri Dags Group segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að verslunarrekstri. En gengið hefur verið frá kaupum Dagsbrúnar á fyrirtækinu Senu.

Sena hefur verið afþreyingarsvið Dags Group en með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, bíórekstur, tónlistarveitan tónlist.is og fleira. Aðeins eru tæp tvö ár frá því að Norðurljós, sem þá var móðurfélag Stöðvar 2, seldi Skífuna. Verslanir Skífunnar verða áfram í eigu Dags Group en forstjóri fyrirtækisins segir engar fleiri breytingar á fyrirtækinu standa fyrir dyrunum. Verslunarsvið Dags Group spannar 15 verslanir og að sögn Róbert Melax, forstjóra Dags Group, stendur ekki til að selja það.

Kaupverð er um þrír komma fimm milljarðar króna. Helmingurinn er greiddur í reiðufé og helmingurinn í hlutfé í Dagsbrún. Dagsbrún er móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla sem meðal annars rekur NFS. Róbert sem nú á í kringum 6% hlut í Dagsbrún segir að ástæðuna fyrir sölunni þá að rekstur Senu falli vel að starfsemi Dagsbrúnar. Afþreying annars vegar og hins vegar fjölmiðlun og fjarskipti hafa verið verið að færast nær og nær og því falli Sena vel að Dagsbrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×