Innlent

Rafmagns- og heitavatnslaust um tíma í Grafarvogi

MYND/Vilhelm

Rafmagns- og heitavatnslaust varð í stórum hluta Grafarvogs fyrr í kvöld. Háspennustrengur við Víkurveg var grafinn í sundur um hálfsexleytið með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í syðri hluta Grafarvogs og á Höfðum. Viðgerð lauk tæpri klukkustund síðar en þá fór heita vatnið af. Fyrir stundu var þeirri viðgerð lokið og ætti heitt vatn því að streyma inn á öll heimili í Grafarvogi sem fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×