Innlent

Heimsafli á grásleppu minnkar um fjórðung á milli ára

H eimsafli á grásleppu minnkaði um fjórðung frá árinu 2004 til 2005. Þetta kom fram á fundi fulltrúa veiðimanna og framleiðenda grásleppukavíars, LUROMA, sem haldin var í London í síðustu viku. Grásleppuhrogn voru verkuð í rúmlega 32. þúsund tunnur á síðasta ári sem er um 10 þúsund tunnum minna en árið 2004. Aflinn árið 2005 var þó í svipuður og meðaltal síðustu fimm ára en vertíðin árið 2004 var sú þriðja aflamesta frá upphafi.

Þessi er greint frá á vef Landsambands smábátaeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×