Innlent

Samþykkt að nýta sér heimildir til launahækkunar

Bæjarráð Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar hafa samþykkt að nýta sér heimildir sem samþykktar voru af Launanefnd sveitafélaga 28. janúar síðastliðinn. Um er að ræða tímabundnar launagreiðslur umfram gildandi kjarasamninga við stéttafélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Á heimasíðu fréttavefsins Dagur.net kemur fram að hækkunin taki gildi frá 1. janúar til loka samningstíma kjarasamninga hvers félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×