Innlent

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði aðskilin

Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni um borð í TF Líf.
Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni um borð í TF Líf. Mynd/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði alveg aðskilin frá starfssemi Varnarliðsins, þótt hún tæki við af þyrlusveit þess. Engin knýjandi þörf væri að flytja hana frá Reykjavík til Keflavíkur, ef til yfirtökunnar kæmi.

Þetta segja sérfróðir menn um hernað og björgunarmál. Um það bil hundrað manns eru í þyrlusveit Varanrliðsins og er umfang hennar meira en þarf við einhæfa bjrögunarsveit, eins og sveit Landhelgisgæslunnar, þar sem hún er svonefnd vígvallabjörgunarsveit. Hún hefur fimm öflugar þyrlur og eru fjórar þeirra ávalt til taks í Kefalvík, en ein í skoðun og viðhaldi. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn af þessari útgerð er á ári, en kostnaðurinn við að reka 30 manna flugdeild Gæslunnar með tveimur þyrlum og einni Fokker vél, er um það bil 500 milljónir á ári. Lætur mun nærri að sú tala myndi allt að þrefaldast og mun meira með hliðjsón af afskriftum af fjórum til sex nýjum þyrlum. Ef til yfirtökunnar kæmi flytti þyrlusveit hersins allan búnað með sér og skildi ekkert eftir annað en tómt flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Gæslan yrði síðan að uppfylla ákveðnar kröfur, sem Varnarliðið setti, en að örðu leiti yrði aðskilnaðurinn alger, að sögn þeirra sem til þekkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×