Fleiri fréttir Kom, sá og sigraði Silvía Nótt nótt kom, sá og sigraði í undankeppni Eurovision gærkvöldi með laginu Til hamingju Ísland en annar lagahöfundur í keppninni, Kristján Hreinsson lagði í gær fram stjórnsýslukæru til að fá lagið dæmt úr keppni. 5.2.2006 13:15 Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út í nótt Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út klukkan 03:17 í nótt vegna ungs manns sem saknað var. Í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að 35 björgunarsveitamenn á 9 ökutækjum og tveimur sexhjólum hafi tekið þátt í leitinni. 5.2.2006 13:13 Mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf gegn fulgaflensu Þrátt fyrir að lyfið Tamiflu sé lyfseðilskylt, hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki orðið sér út um það í stórum stíl. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyfið. Nóg verði að vera til því aðeins sé tímaspursmál hvenær veiran breiðist út. 5.2.2006 12:16 Fíkniefni í Keflavík Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn við reglubundið eftirlit rétt fyrir sex í morgun, sem reyndust vera með ætluð fíkniefni, hass og amfetamín. Magn efnanna var ekki mikið og var það ætlað til eigin neyslu að sögn mannanna. Mennirnir eru báðir vel kunnugir lögreglunni. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þrír menn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í Kópavogi, einn á Akureyri, einn í Hafnarfirði og einn á Akranesi, þar sem einn ökumaður reyndist líka réttindalaus. 5.2.2006 09:52 Vandræði á símkerfi fréttastofu NFS Vandræði hafa verið á símkerfi fréttastofu NFS í dag. Unnið er að viðgerðum. Áskrftarsími 365 miðla er hins vegar í lagi. 5.2.2006 13:48 Mikið álag á forsetafrúnni Mikið álag hefur verið á forsetafrúnni undanfarið og er það líklega skýringin á aðsvifinu sem hún fékk við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Dorrit gat ekki tekið þátt í opinberum störfum forsetans á Akureyri í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir þó að líðan hennar sé með ágætum en hún hefur verið í rannsóknum í gær og í dag. 4.2.2006 20:32 Stjórnsýslukæra vegna flutnings Sílvíu Nætur Kristján Hreinsson einn lagahöfunda í undankeppni Evróvisjónkeppninnar hefur ákveðið að leggja inn stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Ríkisútvarpsins um að leyfa lagi sem lak út á Netið að halda áfram í keppninni. Þúsundir manna hafa hlustað á lagið á Netinu en lagið er flutt af Silvíu Nótt. 4.2.2006 20:28 Ólga meðal kennara Kennarasambandið segist ekki hafa gengist inn á hugmyndir menntamálaráðherra um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Málið sé einfaldlega ekki á umræðugrundvelli. Mikil ólga er meðal menntaskólakennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar. 4.2.2006 20:26 Dagur Kári og Baltasar Kormákur verðlaunaðir Mynd Dags Kára Kristjánssonar Voksne mennesker var valin besta myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í dag. Mynd Baltasars Kormáks Little Trip to Heaven var valin besta mynd hátíðarinnar að mati alþjólegra samtaka kvikmyndagagnrýnanda. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg á sér áralanga sögu og fjöldi fólks sækir hátíðina. 4.2.2006 20:10 Óvæntur glaðningur til starfsmanna Landsbankans Á aðalfundi í dag samþykktu hluthafar Landsbankans að veita öllum starfsmönnum bankans í fullu starfi þrjú hundruð þúsunda króna kaupauka. Heildarupphæð kaupaukans er hálfur milljarður sem nemur um einu og hálfu prósenti af þrjátíu og níu milljarða hagnaði Landsbankans á síðasta ári. Þetta ætti að gefa 1725 Landsbankastarfsmönnum ástæðu til að hlakka til að fá útborgað fyrsta mars. 4.2.2006 18:47 Hrefnukjöt kláraðist í janúar Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 4.2.2006 13:45 Konur eru aðeins um 10% af stjórnarmönnum fyrirtækja Konur eru aðeins um tíu prósent af stjórnarmönnum fyrirtækja. Formaður Félags kvenna í endurskoðun segir engan skort á hæfum konum í störfin og að um vannýtan mannauð sé að ræða. 4.2.2006 13:30 Stefán Jón líklegastur til að leiða lista Samfylkingarinnar Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is og birtist á heimasíðu þess er Stefán Jón Hafstein líklegastur til að leiða lista samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þó er ekki marktækur munur á fylgi hans og Dags B. Eggertssonar. Steinunn Valdís borgarstjóri er í þriðja sæti á eftir Stefáni og Degi. 4.2.2006 13:03 Sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta í könnun Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri núna. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í dag. 4.2.2006 13:00 Kjörsókn hefur farið rólega af stað Kjörsókn hefur farið rólega af stað í prófkjöri Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi er gerð atlaga að oddvitanum. 4.2.2006 12:49 Ólga meðal kennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í fyrradag. Samkvæmt því verður höfð samvinna um endurskoðun á námi í tenslum við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 4.2.2006 10:56 Mörg hundruð manns tróðust undir Að minnsta kosti áttatíu og átta manns létu lífið og yfir þrjú hundruð slösuðust þegar þeir tróðust undir í biðröð við leikvang í Manila, höfuðborg Filipseyja í morgun. Yfir tuttug þúsund manns biðu eftir að komast inn á leikvanginn en þar átti að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt. 4.2.2006 10:05 Ekið á ungan mann Ekið var á ungan mann við Glaumbar í Tryggvagötu í nótt. Að sögn lögreglu virðist sem að maðurinn hafi hlaupið fyrir bílinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg og hefur hann verið útskrifaður. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt og á slysadeild. 4.2.2006 10:02 Eldur í húsi Urðar, Verðandi, Skuldar Eldur kviknaði í húsnæði líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar við Snorrabraut 60 um hálffjögur í nótt. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu í sérstöku spennuherbergi sem er á jarðhæð hússins. Vel gekk að slökkva eldinn og reykræsta húsið en ekki er vitað um skemmdir. 4.2.2006 10:00 Forsetafrúnni líður ágætlega Dorrit Moussaieff forsetafrú mun gangast undirlæknisrannsókn í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá fékk Dorrit aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á miðvikudag. 4.2.2006 07:30 Komið í veg fyrir pólitískt stórslys Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar frestun menntamálaráðherra á styttingu námstíma til stúdentsprófs og segir að komið hafi verið í veg fyrir pólitískt stórslys. Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík lítur svo á að forysta kennarafélaganna hafi ekki haft umboð til að undirrita samkomulag við menntamálaráherra. 3.2.2006 23:17 Stærsta bryggja landsins vígð við Grundartanga Stærsta bryggja landsins var tekin í notkun á Grundartanga í dag. Henni er ekki aðeins ætlað að þjóna vaxandi stóriðju heldur einnig höfuðborgarsvæðinu. 3.2.2006 23:16 Bygging hátæknisjúkrahúss vitleysa Fyrrverandi yfirlæknir á Landspítalanum segir byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut gamla og vitlausa stefnu sem kosti of mikið. Hann segir nær að nýta betur þann góða spítala sem Landspítalinn í Fossvogi er. 3.2.2006 23:10 Dorrit komin heim á Bessastaði Dorrit Mussajef, forsetafrú, gekkst undir rannsóknir á sjúkrahúsi í morgun en hún fékk aðsvif á Bessastöðum í gær, skömmu fyrir athöfn vegna íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forsetafrúin var undir læknishendi mestan fyrrihluta dagsins en hvílir sig nú á Bessastöðum. 3.2.2006 23:09 Aukið magn eiturefna Þreföldun hefur orðið á eiturefnum á Austurlandi. Þar vega Kárahnjúkaframkvæmdir þyngst. Eiturefni eru flutt á milli landshluta í stórum stíl en líkur á umhverfisslysi eru þó taldar minniháttar. 3.2.2006 23:07 Múslimar á Íslandi eru áhyggjufullir yfir stöðu mála Múslímar hér á landi hafa miklar áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast og óttast að almenn reiði gegn múslímum muni snúast gegn sér. Þórir Guðmundsson var viðstaddur bænastund í mosku múslíma í Reykjavík í dag. 3.2.2006 22:58 Íslensk leyniþjónusta í bígerð? Sérstök deild sem rannsakar hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi verður starfrækt hjá embætti Ríkislögreglustjóra verði frumvarp dómsmálaráðherra til breytingar á lögreglulögum samþykkt á Alþingi. Þingmaður Samfylkingar óttast að verið sé að stofna eins konar leyniþjónustu. 3.2.2006 22:57 Ókeypis hádegismatur ella verði stéttaskipting Bjóða þarf grunnskólabörnum upp á ókeypis hádegismat til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu að mati leiðtoga Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. 3.2.2006 22:52 Svarar ekki ásökunum um blekkingar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kýs að svara ekki ásökunum um að ráðuneyti hans hafi farið vísvitandi með blekkingar í fréttatilkynningu um skattalækkanir. Hagfræðingur Landssambands eldri borgara sagði í fréttum NFS í gær að framsetning fjármálaráðuneytisins á tölum væri fyrir neðan allar hellur. Þau svör fengust frá ráðherranum í dag að hann hygðist ekki svara þessu. 3.2.2006 22:36 Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks meira en umferðarslys samkvæmt sænskri rannsókn sem gerð hefur verið. 3.2.2006 22:23 Birgðir af hrefnukjöt búnar í bili Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 3.2.2006 22:13 Ólga meðal menntaskólakennara Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í gær. Þar er meðal annars náð sátt um samstarf við endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 3.2.2006 22:11 Íslendingar greiði milljarða kostnað verði þotur áfram Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. 3.2.2006 22:10 Flippaður föstudagur á Hárstofunni Gel Svokallaður Flippaður föstudagur eða Freaky Friday var haldinn í fyrsta skipti á hárstofunni Gel í dag. Viðskiptavinir dagsins réðu engu um klippingu sína eða hárlit en allir fóru ánægðir heim. 3.2.2006 22:07 Krónan styrktist um 0,38 prósent Gengisvísitalan lækkaði í dag, var í upphafi dags og endaði í 106,25, sem þýðir að krónan styrktist um 0,38%. Veltan á millibankamarkaði nam 13.392 milljónum króna. Gengi dollars var 63,24 kr. við lokun bankanna, gengi punds 111,34 og gengi evru 75,92. 3.2.2006 20:28 Hagnaður KSÍ 27 milljónir króna Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands nam 27 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 462 milljónir króna og heildargjöld voru 435 milljónir. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 11 milljónir króna. Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam rúmlega 16 milljónir króna. 3.2.2006 19:46 Söfnuðurinn vildi séra Sigurð Safnaðarnefnd Íslenska safnaðarins í London segir þá ákvörðun að velja séra Sigurð Arnarson í embætti sendiráðsprests hafa verið rétta og í samræmi við vilja og þarfir safnaðarins. Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í kjölfar dómsúrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og fjölmiðlaumfjöllunar um að við skipun séra Sigurðar Arnarsonar, tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í London hafi stjórnsýslu- og jafnréttislög verið brotin. 3.2.2006 18:47 Kveikt í sex kirkjum í Alabama Sex kirkjur brunnu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum í nótt og hefur rannsókn verið hafin á því hvort um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir tíu árum síðan var kveikt í fjölda kirkna þeldökkra í Alabama og víðar en að þessu sinni var kveikt í kirkjum hvítra og þeldökkra söfnuða. Engar upplýsingar hafa verið gefnað um eldsupptök en miklar skemmdir urðu á öllum kirkjunum. 3.2.2006 17:51 Deild gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi Sérstök greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum verður starfrækt við embætti ríkislögreglustjóra ef frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögreglulögum verður samþykkt á Alþingi. 3.2.2006 17:37 TVG opnar skrifstofu í Rotterdam TVG Zimsen hefur opnað skrifstofu í Rotterdam 3.2.2006 15:37 Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Utanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin, IFC, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 240 þúsund Bandaríkjadali sem renna til ráðgjafaverkefna sem stuðla að þróun einkageirans í þróunarlöndum. 3.2.2006 15:27 Vilja breytingar Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd Verkfræðingafélagsins krefjast þess að konur verði jafn margar og karlar í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi 3.2.2006 15:04 Ný hesthúsabyggð í Almannadal Hestamannafélagið Fákur gerir ráð fyrir að um sextánhundruð hross munu komast í hús á nýju svæði þeirra í Almannadal. Borgarstjóri mun gefa formleg fyrirheit fyrir úthlutun byggingarréttar á svæðinu síðar í dag. 3.2.2006 13:45 Þrír sagðir bjóða í Iceland Express Viðskiptablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þrír fjárfestar hafi skilað inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Express, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. 3.2.2006 12:20 Norðmenn mættir í loðnuna Tvö norsk loðnuskip komu inn í íslenska lögsögu í nótt og er búist við nokkrum tugum norskra skipa á miðin, ekki síst vegna viðbótarkvótans, sem gefinn var út í morgun. 3.2.2006 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Kom, sá og sigraði Silvía Nótt nótt kom, sá og sigraði í undankeppni Eurovision gærkvöldi með laginu Til hamingju Ísland en annar lagahöfundur í keppninni, Kristján Hreinsson lagði í gær fram stjórnsýslukæru til að fá lagið dæmt úr keppni. 5.2.2006 13:15
Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út í nótt Björgunarsveitir af Suðurnesjum og Hafnarfirði voru kallaður út klukkan 03:17 í nótt vegna ungs manns sem saknað var. Í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að 35 björgunarsveitamenn á 9 ökutækjum og tveimur sexhjólum hafi tekið þátt í leitinni. 5.2.2006 13:13
Mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf gegn fulgaflensu Þrátt fyrir að lyfið Tamiflu sé lyfseðilskylt, hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki orðið sér út um það í stórum stíl. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyfið. Nóg verði að vera til því aðeins sé tímaspursmál hvenær veiran breiðist út. 5.2.2006 12:16
Fíkniefni í Keflavík Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn við reglubundið eftirlit rétt fyrir sex í morgun, sem reyndust vera með ætluð fíkniefni, hass og amfetamín. Magn efnanna var ekki mikið og var það ætlað til eigin neyslu að sögn mannanna. Mennirnir eru báðir vel kunnugir lögreglunni. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þrír menn voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í Kópavogi, einn á Akureyri, einn í Hafnarfirði og einn á Akranesi, þar sem einn ökumaður reyndist líka réttindalaus. 5.2.2006 09:52
Vandræði á símkerfi fréttastofu NFS Vandræði hafa verið á símkerfi fréttastofu NFS í dag. Unnið er að viðgerðum. Áskrftarsími 365 miðla er hins vegar í lagi. 5.2.2006 13:48
Mikið álag á forsetafrúnni Mikið álag hefur verið á forsetafrúnni undanfarið og er það líklega skýringin á aðsvifinu sem hún fékk við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Dorrit gat ekki tekið þátt í opinberum störfum forsetans á Akureyri í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir þó að líðan hennar sé með ágætum en hún hefur verið í rannsóknum í gær og í dag. 4.2.2006 20:32
Stjórnsýslukæra vegna flutnings Sílvíu Nætur Kristján Hreinsson einn lagahöfunda í undankeppni Evróvisjónkeppninnar hefur ákveðið að leggja inn stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Ríkisútvarpsins um að leyfa lagi sem lak út á Netið að halda áfram í keppninni. Þúsundir manna hafa hlustað á lagið á Netinu en lagið er flutt af Silvíu Nótt. 4.2.2006 20:28
Ólga meðal kennara Kennarasambandið segist ekki hafa gengist inn á hugmyndir menntamálaráðherra um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Málið sé einfaldlega ekki á umræðugrundvelli. Mikil ólga er meðal menntaskólakennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar. 4.2.2006 20:26
Dagur Kári og Baltasar Kormákur verðlaunaðir Mynd Dags Kára Kristjánssonar Voksne mennesker var valin besta myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í dag. Mynd Baltasars Kormáks Little Trip to Heaven var valin besta mynd hátíðarinnar að mati alþjólegra samtaka kvikmyndagagnrýnanda. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg á sér áralanga sögu og fjöldi fólks sækir hátíðina. 4.2.2006 20:10
Óvæntur glaðningur til starfsmanna Landsbankans Á aðalfundi í dag samþykktu hluthafar Landsbankans að veita öllum starfsmönnum bankans í fullu starfi þrjú hundruð þúsunda króna kaupauka. Heildarupphæð kaupaukans er hálfur milljarður sem nemur um einu og hálfu prósenti af þrjátíu og níu milljarða hagnaði Landsbankans á síðasta ári. Þetta ætti að gefa 1725 Landsbankastarfsmönnum ástæðu til að hlakka til að fá útborgað fyrsta mars. 4.2.2006 18:47
Hrefnukjöt kláraðist í janúar Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 4.2.2006 13:45
Konur eru aðeins um 10% af stjórnarmönnum fyrirtækja Konur eru aðeins um tíu prósent af stjórnarmönnum fyrirtækja. Formaður Félags kvenna í endurskoðun segir engan skort á hæfum konum í störfin og að um vannýtan mannauð sé að ræða. 4.2.2006 13:30
Stefán Jón líklegastur til að leiða lista Samfylkingarinnar Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is og birtist á heimasíðu þess er Stefán Jón Hafstein líklegastur til að leiða lista samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þó er ekki marktækur munur á fylgi hans og Dags B. Eggertssonar. Steinunn Valdís borgarstjóri er í þriðja sæti á eftir Stefáni og Degi. 4.2.2006 13:03
Sjálfstæðismenn fá hreinan meirihluta í könnun Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri núna. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í dag. 4.2.2006 13:00
Kjörsókn hefur farið rólega af stað Kjörsókn hefur farið rólega af stað í prófkjöri Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Á Seltjarnarnesi er gerð atlaga að oddvitanum. 4.2.2006 12:49
Ólga meðal kennara vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í fyrradag. Samkvæmt því verður höfð samvinna um endurskoðun á námi í tenslum við styttingu námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 4.2.2006 10:56
Mörg hundruð manns tróðust undir Að minnsta kosti áttatíu og átta manns létu lífið og yfir þrjú hundruð slösuðust þegar þeir tróðust undir í biðröð við leikvang í Manila, höfuðborg Filipseyja í morgun. Yfir tuttug þúsund manns biðu eftir að komast inn á leikvanginn en þar átti að taka upp vinsælan sjónvarpsþátt. 4.2.2006 10:05
Ekið á ungan mann Ekið var á ungan mann við Glaumbar í Tryggvagötu í nótt. Að sögn lögreglu virðist sem að maðurinn hafi hlaupið fyrir bílinn og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl hans voru þó ekki alvarleg og hefur hann verið útskrifaður. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt og á slysadeild. 4.2.2006 10:02
Eldur í húsi Urðar, Verðandi, Skuldar Eldur kviknaði í húsnæði líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar við Snorrabraut 60 um hálffjögur í nótt. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu í sérstöku spennuherbergi sem er á jarðhæð hússins. Vel gekk að slökkva eldinn og reykræsta húsið en ekki er vitað um skemmdir. 4.2.2006 10:00
Forsetafrúnni líður ágætlega Dorrit Moussaieff forsetafrú mun gangast undirlæknisrannsókn í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá fékk Dorrit aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á miðvikudag. 4.2.2006 07:30
Komið í veg fyrir pólitískt stórslys Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar frestun menntamálaráðherra á styttingu námstíma til stúdentsprófs og segir að komið hafi verið í veg fyrir pólitískt stórslys. Félag kennara í Menntaskólanum í Reykjavík lítur svo á að forysta kennarafélaganna hafi ekki haft umboð til að undirrita samkomulag við menntamálaráherra. 3.2.2006 23:17
Stærsta bryggja landsins vígð við Grundartanga Stærsta bryggja landsins var tekin í notkun á Grundartanga í dag. Henni er ekki aðeins ætlað að þjóna vaxandi stóriðju heldur einnig höfuðborgarsvæðinu. 3.2.2006 23:16
Bygging hátæknisjúkrahúss vitleysa Fyrrverandi yfirlæknir á Landspítalanum segir byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut gamla og vitlausa stefnu sem kosti of mikið. Hann segir nær að nýta betur þann góða spítala sem Landspítalinn í Fossvogi er. 3.2.2006 23:10
Dorrit komin heim á Bessastaði Dorrit Mussajef, forsetafrú, gekkst undir rannsóknir á sjúkrahúsi í morgun en hún fékk aðsvif á Bessastöðum í gær, skömmu fyrir athöfn vegna íslensku bókmenntaverðlaunanna. Forsetafrúin var undir læknishendi mestan fyrrihluta dagsins en hvílir sig nú á Bessastöðum. 3.2.2006 23:09
Aukið magn eiturefna Þreföldun hefur orðið á eiturefnum á Austurlandi. Þar vega Kárahnjúkaframkvæmdir þyngst. Eiturefni eru flutt á milli landshluta í stórum stíl en líkur á umhverfisslysi eru þó taldar minniháttar. 3.2.2006 23:07
Múslimar á Íslandi eru áhyggjufullir yfir stöðu mála Múslímar hér á landi hafa miklar áhyggjur af því hvernig mál hafa þróast og óttast að almenn reiði gegn múslímum muni snúast gegn sér. Þórir Guðmundsson var viðstaddur bænastund í mosku múslíma í Reykjavík í dag. 3.2.2006 22:58
Íslensk leyniþjónusta í bígerð? Sérstök deild sem rannsakar hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi verður starfrækt hjá embætti Ríkislögreglustjóra verði frumvarp dómsmálaráðherra til breytingar á lögreglulögum samþykkt á Alþingi. Þingmaður Samfylkingar óttast að verið sé að stofna eins konar leyniþjónustu. 3.2.2006 22:57
Ókeypis hádegismatur ella verði stéttaskipting Bjóða þarf grunnskólabörnum upp á ókeypis hádegismat til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu að mati leiðtoga Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. 3.2.2006 22:52
Svarar ekki ásökunum um blekkingar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kýs að svara ekki ásökunum um að ráðuneyti hans hafi farið vísvitandi með blekkingar í fréttatilkynningu um skattalækkanir. Hagfræðingur Landssambands eldri borgara sagði í fréttum NFS í gær að framsetning fjármálaráðuneytisins á tölum væri fyrir neðan allar hellur. Þau svör fengust frá ráðherranum í dag að hann hygðist ekki svara þessu. 3.2.2006 22:36
Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks Svifryksmengun fækkar lífdögum fólks meira en umferðarslys samkvæmt sænskri rannsókn sem gerð hefur verið. 3.2.2006 22:23
Birgðir af hrefnukjöt búnar í bili Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 3.2.2006 22:13
Ólga meðal menntaskólakennara Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í gær. Þar er meðal annars náð sátt um samstarf við endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 3.2.2006 22:11
Íslendingar greiði milljarða kostnað verði þotur áfram Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. 3.2.2006 22:10
Flippaður föstudagur á Hárstofunni Gel Svokallaður Flippaður föstudagur eða Freaky Friday var haldinn í fyrsta skipti á hárstofunni Gel í dag. Viðskiptavinir dagsins réðu engu um klippingu sína eða hárlit en allir fóru ánægðir heim. 3.2.2006 22:07
Krónan styrktist um 0,38 prósent Gengisvísitalan lækkaði í dag, var í upphafi dags og endaði í 106,25, sem þýðir að krónan styrktist um 0,38%. Veltan á millibankamarkaði nam 13.392 milljónum króna. Gengi dollars var 63,24 kr. við lokun bankanna, gengi punds 111,34 og gengi evru 75,92. 3.2.2006 20:28
Hagnaður KSÍ 27 milljónir króna Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands nam 27 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 462 milljónir króna og heildargjöld voru 435 milljónir. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 11 milljónir króna. Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam rúmlega 16 milljónir króna. 3.2.2006 19:46
Söfnuðurinn vildi séra Sigurð Safnaðarnefnd Íslenska safnaðarins í London segir þá ákvörðun að velja séra Sigurð Arnarson í embætti sendiráðsprests hafa verið rétta og í samræmi við vilja og þarfir safnaðarins. Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í kjölfar dómsúrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og fjölmiðlaumfjöllunar um að við skipun séra Sigurðar Arnarsonar, tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í London hafi stjórnsýslu- og jafnréttislög verið brotin. 3.2.2006 18:47
Kveikt í sex kirkjum í Alabama Sex kirkjur brunnu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum í nótt og hefur rannsókn verið hafin á því hvort um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir tíu árum síðan var kveikt í fjölda kirkna þeldökkra í Alabama og víðar en að þessu sinni var kveikt í kirkjum hvítra og þeldökkra söfnuða. Engar upplýsingar hafa verið gefnað um eldsupptök en miklar skemmdir urðu á öllum kirkjunum. 3.2.2006 17:51
Deild gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi Sérstök greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum verður starfrækt við embætti ríkislögreglustjóra ef frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögreglulögum verður samþykkt á Alþingi. 3.2.2006 17:37
Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Utanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin, IFC, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 240 þúsund Bandaríkjadali sem renna til ráðgjafaverkefna sem stuðla að þróun einkageirans í þróunarlöndum. 3.2.2006 15:27
Vilja breytingar Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd Verkfræðingafélagsins krefjast þess að konur verði jafn margar og karlar í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi 3.2.2006 15:04
Ný hesthúsabyggð í Almannadal Hestamannafélagið Fákur gerir ráð fyrir að um sextánhundruð hross munu komast í hús á nýju svæði þeirra í Almannadal. Borgarstjóri mun gefa formleg fyrirheit fyrir úthlutun byggingarréttar á svæðinu síðar í dag. 3.2.2006 13:45
Þrír sagðir bjóða í Iceland Express Viðskiptablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þrír fjárfestar hafi skilað inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Express, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. 3.2.2006 12:20
Norðmenn mættir í loðnuna Tvö norsk loðnuskip komu inn í íslenska lögsögu í nótt og er búist við nokkrum tugum norskra skipa á miðin, ekki síst vegna viðbótarkvótans, sem gefinn var út í morgun. 3.2.2006 12:15