Innlent

Skilmálar borgarinnar vegna lóðaúthlutunar óviðfelldnar

Á fundi borgarráðs þann 19 janúar síðastliðinn voru útboðsskilmálar samþykktir með þremur samhljóða atkvæðum hjá fulltrúum Samfylkingarinnar, en Árni Þór ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokk í borgarráði sátu hjá og lagði hann fram eftirfarandi bókun "Ég get ekki stutt framkomna tillögu að úthlutunarskilmálum vegna einbýlis- og parhúsa í Úlfarsárdal en þeir gera ráð fyrir að efnahagsleg staða ráði eingöngu hverjir fái byggingarrétt. Að mínu mati er réttlátara að dregið sé úr lóðaumsóknum enda sitja þá allir áhugasamir við sama borð, án tillits til fjárhagslegrar stöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×