Innlent

Telja að sá markaður sem Sena er á eigi eftir að vaxa

Dagsbrún hefur keypt allt hlutafé í útgáfufyrirtækinu Senu. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarútgáfa, umboð fyrir tölvuleiki, þrjú kvikmyndahús, tónlistarveitan tonlist.is og fleira. Greitt er fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljónum í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún. Sena er útgáfuhluti gömlu Skífunnar en Róbert keypti Skífuna af Norðurljósum árið 2004. Bréf í Dagsbrún hafa hækkað um tæp 3% í dag.

Stjórnendur Dagsbrúnar telja að starfsemi Senu falli vel að núverandi starfsemi fyrirtækisins á sviði fjölmiðlunar, afþreyingar og fjarskipta. Jafnframt telja þeir að sá markaður sem Sena er á eigi eftir að vaxa í framtíðinni.

Tilkynningin í heild inn á síðu Kauphallar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×