Innlent

Gistinóttum í desember fjölgar um rúm 13% á milli ára

Gistinótum á hótelum í desember fjölgaði um rúm 13% í fyrra miðað við í desember árið 2004. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum 14% en gistinóttum fækkaði á Norðurlandi og á Austurlandi. Þegar fjöldi gistinótta er skoðaður yfir árið nemur fjölgunin um 6% á landsvísu milli ára og fjölgar úr 969 þúsund gistinóttum í rúma eina milljón og 28 þúsund gistinætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×